Efling Sumarið 2018

ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 27 OR LOF S B LAÐ E F L I NGAR 2 0 1 8 Bókunarvefur Eflingar er einfaldur í notkun og nú er nauðsynlegt fyrir félagsmenn að hafa aðgang að honum til að geta sótt um hús í sumarúthlutun. Einnig er hægt að bóka beint í gegnum vefinn yfir vetrartímann, og þau hús sem verða enn laus eftir sumarút- hlutun. Vefurinn er lokaður öðrum en félags- mönnum, skilyrði er að hafa greitt félags- gjöld samfellt í a.m.k. 6 mánuði og vera með formlega félagsaðild. Til að sækja um orlofshús á vefsíðu Eflingar, www.efling.is þarf að velja orlofsvefur, og svo bókunarvefur. Þeir félagsmenn sem hafa ekki skráð sig inn á vefinn áður þurfa að skrá inn kennitölu og smella á sækja um aðgang á vef. Aðrir sem hafa fengið lykilorð, nota það til að innskrá sig. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Inn á bókunarvefnum er hægt að sjá iðgjalda- sögu, punktastöðu, bókunarsögu, fylla út umsóknir þegar þær eru opnar og bóka orlofshús. Félagsmenn þurfa að eiga minnst 6 mánaða samfellda félagasögu og vera með formlega aðild. Athugið að kerfið gæti bent félagsmönnum á að hafa samband við skrifstofu til að bóka. Bókanir á vefnum - leiðbeiningar Orlofsvefur • Forsíða – Greiðslur - Iðgjöld – Orlofshús – Stillingar – Innskráning • Hægt er að sækja um aðgang að félagavefnum hér að ofan undir liðnum innskráning. Sláðu inn kennitöluna þína og veflykill verður sendur í heimabanka þinn, undir rafræn skjöl. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki til að komast inn á félagavefinn. Veflyklar eru ekki gefnir upp í síma eða sendir í tölvupósti, þar sem upplýsingar sem þar eru falla undir lög um persónuvernd. 1. Smellt er á orlofshús og þá birtist þessi mynd: 2. Til að bóka orlofshús er smellt á laus orlofshús Þá birtist yfirlitsmynd yfir öll orlofshúsin, litaða dálka er ekki hægt að bóka, hvítir dálkar sýna laus tímabil. 3. Næsta skref er að velja hús og tímabil og smella á bóka 4. Þá birtist gluggi, þar sem velja þarf tímabil og ganga þarf frá greiðslu. 5. Munið að hafa ávallt leigusamninginn með, hann má nálgast undir bókunarsaga 6. Athugið að þegar sótt er um orlofshús í sumarúthlutun á umsóknartímabilinu frá 1. – 22. mars, þá er ekki smellt á laus orlofshús, heldur er smellt á umsókn Þá eru valin þau hús og tímabil sem óskað er eftir, hámark 8 valkostir, og svo smellt á skrá umsókn. Hægt er að fara aftur inn í umsóknina á meðan að umsóknartímabilið er opið, og breyta valkostum. Mikilvægt er að muna eftir leigusamn- ingi: Það er skilyrði að framvísa leigu- samningi við komu í orlofshús, til að fá afhenta lykla. Kynnið ykkur upplýsingar um komu- og brottfarartíma á leigu- samningi. Hafið samband við umsjónar- mann á þjónustutíma ef seinkun verður á komu. Ef aðstoðar er þörf, vinsamlegast hafið samband við starfsfólk félagsins, eða sendið tölvupóst á orlofssjodur@efling.is . Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér bókunarvefinn og kynna sér hann vel.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==