Efling Sumarið 2018

28 ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS OR LOF S B LAÐ E F L I NGAR 2 0 1 8 ferðaafsláttur Félagsmönnum stendur aftur til boða að kaupa afsláttarmiða hjá Icelandair sem gildir sem inneign að upphæð 30.000.- kr. við pöntun á þjónustu hjá þeim. Miðinn kostar kr. 20.000.- til félags- manna þannig að sparnaður er töluverður fyrir þá sem geta nýtt sér þessa miða. Gildistími miðanna er tvö ár og er ekki hægt að skila þeim eftir að gengið hefur verið frá kaupum. Þetta virkar þannig að þegar keypt er þjónusta hjá Icelandair fær félagsmaður ákveðinn kóða sem er svo sleginn inn við pöntun á vefnum og lækkar heildarverðið þá um 30.000.- kr. Athugið að ekki er hægt að nota afsláttarmiðann upp í skatta á Vildarpunktafargjöldum. Hver félagsmaður getur einungis keypt einn miða á ári. Takmarkað magn er í boði og því er ekki hægt að tryggja að þau séu alltaf til. Gjafabréfin eru seld á skrifsstofu félagsins. Einnig má panta bréfin með tölvupósti á orlofssjodur@efling.is og þá þurfa að fylgja með upplýsingar um nafn og kennitölu kaupanda. Ferðumst innanlands Gistiafslættir Niðurgreiðsla á gistingu innanlands er nýjung hjá Eflingu í ár. Með því er verið að mæta óskum þeirra félagsmanna sem ekki nýta orlofs- húsin en kaupa sér gistingu á ferðalögum innanlands. Framkvæmdin er þannig að framvísi félagsmaður löglegum reikningi með nafni sínu og kennitölu frá viðurkenndum þjónustuaðila, niður- greiðir félagið helming reiknings, þó að hámarki 7.000.- kr. Með löglegum reikningi er átt við að viðskiptin þurfa að vera við aðila sem selja þessa þjónustu og gefa út reikninga sem uppfylla öll skilyrði opinberra aðila. Gildir þetta um alla gistingu og einnig pakkaferðir innanlands sem innifela gistingu. Nær þetta einnig yfir leigu á ferðavögnum með sömu skilmálum. Athugið þó að afsláttur gildir ekki vegna orlofshúsa Eflingar né annarra stéttarfélaga. Á árinu 2018 verða að hámarki 200 slíkir styrkir í boði. Icelandair gjafabréf áfram í sölu Kostakjör! Félagsmönnum stendur nú til boða að kaupa afsláttarmiða hjá Úrval Útsýn sem gildir sem inneign að upphæð kr. 30.000.- við pöntun á þjónustu hjá þeim. Miðinn kostar kr. 20.000.- til félagsmanna þannig að sparnaður er tölu- verður fyrir þá sem geta nýtt sér þessa miða. Gjafabréf þessi gilda í allar leiguflugs-, borgar- og sérferðir á vegum Sumarferða og Úrvals- Útsýnar, með gildistíma frá og með 1. mars 2017–31. desember 2019. Skuldbinda ferða- skrifstofurnar sig til að taka við þeim sem greiðslu upp í þær ferðir. Ath. Gjafabréfin gilda ekki í ferðir um jól og páska. Þetta virkar þannig að þegar keypt er þjón- usta hjá Úrval Útsýn fær félagsmaður ákveðinn kóða sem er svo sleginn inn við pöntun á vefn- um og lækkar heildarverðið þá um 30.000 kr. Athugið að gjafabréfið gildir ekki í allar ferðir og gildistími er til 31. des. 2019. Hver félagsmaður getur keypt einn miða á ári. Takmarkað magn er í boði. Úrval Útsýn ferðaafsláttur Náttúruperlan Þórsmörk Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson Farið verður 25. ágúst og 1. september Bókanir hefjast 14. maí Dagsferð Eflingar 2018

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==