Efling Sumarið 2018

ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 29 OR LOF S B LAÐ E F L I NGAR 2 0 1 8 • Leigutaka ber að vitja lykla á auglýstum tíma! Ef þið tefjist er nauðsynlegt að láta umsjónarmann vita. Að öðrum kosti er ekki hægt að tryggja afhendingu lykla! Viðkomandi símanúmer koma fram á leigusamningi. • Leigutaki ber ábyrgð á húsinu og öllu sem því fylgir. Skal hann þrífa vel eftir sig þ.m.t. ísskáp, eldavél, bakaraofn og örbylgju- ofn, skápa, salerni og grill og skúra gólf. Einnig þrífa heita pottinn ef þeir eru. Stilla skal ofna á 1–2, loka gluggum og hurð- um vandlega, skila lykli á sinn stað og Hafið samband Hafi leigutaki einhverjar athugasemdir eða ef eitthvað vantar í húsin þá vinsamlegast látið umsjónarmenn á viðkomandi stað vita. Síma­ númer umsjónarmanns kemur fram á leigu­ samningi. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu Eflingar á opnunartíma í síma 510 7500. Komutími - brottför Um ábyrgð og dýrahald! • Orlofshús og íbúðir Eflingar eru með svip- uðum búnaði, ætluð fyrir 5 til 10 manns eftir stærð. Öll eldhúsáhöld eru til staðar, ísskápur, eldavél og örbylgjuofn. Sæng- ur og koddar, barnastóll og barnarúm, sturta, svo og sjónvarp, útvarp og kola- eða gasgrill. Húsbúnaður • Orlofshúsin eru sameign okkar, göngum um þau af alúð og sóma. Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlega látið þá umsjónarmann vita, strax við komu, áður en nokkuð er aðhafst . Ef vanhöld eru varð- andi þrif getur komið til þess að húsið verði þrifið á kostnað síðasta leigutaka. • Leigutaki þarf að hafa með sér handsápu, handklæði, diskaþurrkur, borðtuskur og salernispappír. Einnig lín utan um sængur, kodda og lök. • Öllum húsum Eflingar fylgja efni til þrifa, uppþvottalögur og burstar, gólfsápa og wc hreinsir. Gólfþveglar og moppur eru til staðar svo og kústar og ryksuga. • Leigutakar nýti sjálfir ásamt fjölskyldum og/eða vinum hús sem þeir fá úthlutað. Framsal til annarra getur valdið því að viðkomandi félagsmaður verði útilok- aður frá úthlutun . Það á einnig við ef leigutakar brjóta almennar reglur og skyldur sem þeir takast á hendur við leigu orlofshúsa. • Allt dýrahald er alfarið bannað í orlofs- húsum Eflingar. Upp hafa komið alvar- leg ofnæmistilfelli í kjölfar dýrahalds í húsunum. Brot á þessu varðar tafarlausri brottvísun úr húsinu og útilokun frá leigu húsa. taka minni rafmagnstæki úr sambandi. Komið ábendingum og athugasemdum til umsjónarmanna eða á skrifstofu Eflingar. Minnisblaðið þitt Það er gaman að kynna til sögunnar nýjan orlofskost í sumar en það er endaíbúð í raðhúsalengju í Ólafsfirði sem gengið hefur verið frá leigu á. Ólafsfjörður er staðsettur á miðjum Tröllaskaga á milli Dalvíkur og Siglufjarðar og hefur þá sérstöðu að jarðgöng eru á báðar hendur, Múlagöng til Dalvíkur og hin nýlegu og glæsi- legu Héðinsfjarðargöng til Siglufjarðar. Á þessu svæði eru ótal margir möguleik- ar til að njóta lífsins í fríinu, stuttar dagleiðir sem bjóða upp á allskonar afþreyingu og skoðunarferðir um söfn og staði. Svo er stutt á milli byggðakjarna á svæðinu og öll þjónusta og verslanir við hendina. Ólafsfjörður er fremur þröngur fjörður með há og brött fjöll á báðar hendur. Er bæjar- stæðið einkar fagurt með sjóinn annars vegar út fjörðinn og inn af bænum er stöðuvatn, Ólafsfjarðarvatn, en í því er ágæt veiði og hefur það þá sérstöðu að það er salt við botninn og ganga inn í það fiskar sem annars lifa í sjó. Íþróttamiðstöð er í bænum þar sem er mjög góð sundlaug með stórri rennibraut, einnig þreksalur og gufuböð. Þess má geta að við bæinn eru heitar lindir sem voru virkjaðar um 1944 og er ein elsta hitaveita landsins í bænum. Mjög skemmtilegur golfvöllur er rétt utan við bæinn með kostulegu útsýni. Þá má geta þess að síðsumars eru haldn- ir Berjadagar í bænum sem er vel við hæfi þar sem einhver bestu berjalönd landsins eru þarna allt um kring. En annars eru Berja- dagar tónlistarhátíð með fjölbreyttri dagskrá og hægt að skoða dagskrána á www. berja- dagarfest.com Þessi nýi kostur í orlofsmálunum mun vafa- laust verða góð viðbót við annað sem í boði er fyrir félagsmenn sumarið 2018 og vonandi að gestir þar upplifi og njóti alls þess sem þetta skemmtilega og fallega svæði hefur upp á að bjóða. Alltaf eitthvað nýtt í boði, nú Ólafsfjörður

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==