Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

10 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Dómsmál Á undanförnum árum hafa komið upp nokk- ur mál þar sem grunur hefur vaknað um vinnumansal. Ákveðin vitundarvakning hefur átt sér stað hér á landi varðandi mansal með auknum fjölda starfsmanna af erlendum uppruna. Starfsmenn Eflingar-stéttarfélags hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á íslenskum vinnumarkaði enda er um 45% félagsmanna stéttarfélags- ins erlendir ríkisborgarar. Það er Anna Lilja Sigurðardóttir, lögmaður LAG lögmanna og Eflingar sér reifar hér athyglisvert mál af vettvangi dómsmálanna. Vorið 2016 leitaði tékknesk kona liðsinnis stéttarfélagsins vegna starfa sinna á Hótel Adam. Þá hafði átt sér stað mikil umræða um málefni hótelsins í fréttum m.a. vegna sölu á vatni og bjór og útleigu á ósamþykktum herbergjum. Fóru fulltrúar Eflingar-stéttarfé- lags í vinnustaðaeftirlit á hótelið og hittu þar konuna fyrir og í kjölfarið leitaði hún liðsinnis félagsins. Eftir að konan hafði lýst aðstæð- um sínum á vinnustaðnum vaknaði grun- ur um mansal. Málefni hótelsins hafa áfram verið í kastljósinu, nú síðast þegar í ljós kom að hótelið hafði ekki rekstrarleyfi og var því lokað af lögreglu í júlímánuði. Saga konunn- ar út frá sjónarhorni mansalssjónarmiða hefur verið sögð í fjölmiðlum. Verður í þessari grein leitast við að skýra málið út frá sjónarhorni vinnuréttarins og kjarasamninga. Krafa um vangreidd laun Mál tékknesku konunnar endaði fyrir dómstól- um þar sem gerð var krafa um greiðslu vangreiddra launa vegna alls starfstíma henn- ar eða á sex mánaða tímabili. Forsvarsmað- ur hótelsins hafði aðeins látið konuna hafa lágar fjárhæðir í peningaseðlum af og til á starfstíma hennar auk þess sem hann hafði greitt einhvern kostnað fyrir konuna. Var tekið tillit til þessara greiðslna við útreikning kröfunnar. Varnir fyrirtækisins byggðu á því að konan hefði ekki verið starfsmaður þess íslenska einkahlutafélags sem rak hótelið heldur hefði hún verið ráðin til starfa hjá tékk- nesku félagi í eigu forsvarsmanns hótelsins. Þá var byggt á því að uppgjör launa hefði þegar átt sér stað og framvísaði fyrirtækið launaseðlum á nafni erlenda félagsins sem allir voru dagsettir sama dag og eftir að störf- um konunnar lauk. Ekki lá fyrir skriflegur ráðn- ingarsamningur og kvað fyrirtækið ástæðu þess vera þá að konan hefði óskað eftir því að hann yrði ekki gerður. Tímaskráningin skipti sköpum Konan hætti störfum eftir að ljóst varð að fyrir- tækið hygðist ekki greiða henni áunnin laun þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hennar. Í kjölfarið kom málið inn á borð Eflingar-stéttarfélags sem sendi fyrirtækinu launakröfu sem byggði á samtímaskráningu konunnar á vinnutíma sínum. Hafði konan skrifað unninn vinnutíma mjög nákvæmlega hjá sér í dagbók og kom skrán- ingin sér vel við úrlausn málsins þar sem fyrir- tækið taldi konuna hafa verið ráðna til að vinna 126 klst. á mánuði. Við yfirferð á tímaskráningu konunnar kom í ljós að hún vann allt upp í 250 klst. á mánuði. Byggði krafan á lágmarks dag- og yfirvinnutímatöxtum Eflingar-stéttarfélags fyrir vinnu starfsmanna á hótelum. Vildi fyrir- tækið meina að konan hefði verið ráðin í vakta- vinnu og hefði því átt að fá greitt dagvinnu- tímakaup með vaktaálögum sem er lægra en yfirvinnutímakaup. Dómurinn féllst ekki á það að konan hefði verið ráðin í vaktavinnu í skiln- ingi kjarasamnings Eflingar-stéttarfélags vegna Við yfirferð á tímaskráningu konunnar kom í ljós að hún vann allt upp í 250 klst. á mánuði Dómur í máli fyrrum starfsmanns Hótels Adams vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Fyrir því bæri fyrirtækið sönnunarbyrðina. Hótelið dæmt til að greiða laun allan starfstímann Niðurstaða dómsins var sú að hið íslenska einkahlutafélag sem rak Hótel Adam væri réttur aðili málsins og vísaði m.a. til þess að félagið yrði að bera hallann af því að hafa ekki gert skriflegan ráðningarsamning við konuna. Ekkert benti til þess að annað félag hefði gefið út launaseðla mánaðarlega eða greitt laun og skilað sköttum og gjöldum af launum konunn- ar. Engin rök eða gögn hafi því bent til þess að konan hafi verið ráðin til annars félags og þar sem ágreiningslaust var að konan starfaði á Hótel Adam sem hið stefnda einkahlutafélag rak var það félag talið vera vinnuveitandi henn- ar. Þá féllst dómurinn á að miða ætti útreikning kröfunnar við tímaskráningu konunnar enda hafði fyrirtækið ekki virt þá skyldu sína skv. kjarasamningi að halda utan um vinnutíma konunnar og varð fyrirtækið því að bera hallann af þeim sönnunarskorti sem af því hlaust. Var fyrirtækið dæmt til að greiða konunni rúmar 2.300.000 kr. vegna vangreiddra launa auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Vaktavinna í skilningi kjarasamnings Eflingar-stéttarfélags og Samtaka atvinnu­ lífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum. Í 3. kafla kjarasamnings Eflingar-stéttarfé- lags og Samtaka atvinnulífsins vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum er fjall- að um vaktavinnu og þau skilyrði sem vinna verður að uppfylla svo hún geti talist vera vaktavinna. Sé þeim skilyrðum ekki fullnægt getur vinnan ekki talist til vaktavinnu og ber því að greiða skv. dagvinnu og yfirvinnu- taxta. Skyldur atvinnurekanda Rétt er að árétta þær skyldur sem hvíla á atvinnurekendum skv. kjarasamning- um Eflingar-stéttarfélags að gera skrif- lega ráðningarsamninga, gefa út launa- seðla samhliða launagreiðslum og að skrá vinnutíma starfsmanna sinna. Vanræksla í þessum efnum getur leitt til þess að sönnunarbyrðin um ráðningarkjör er felld á atvinnurekanda sbr. mörg fordæmi íslenskra dómstóla. Af vettvangi dómsmálanna

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==