Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

9 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Fjórða iðnbyltingin - segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ Verðhækkanir ekki náttúrulögmál Það er ekki óalgengt að fyrirtækjaeigendur eða aðrir sem sitja við stjórnvölinn í fyrirtækjum landsins barmi sér yfir hversu óhagstætt og erfitt það sé að reka fyrirtæki hér á landi. Auðvitað er íslenskum fyrirtækjum misjafn stakkur búinn en í heildina litið er staða íslenskra dagvöruverslana mjög góð og töluvert betri en í Evrópu og Banda- ríkjunum. Samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins er meðalarðsemi dagvöruverslana í Evrópu 13%, í Bandaríkjunum 11% en 35-40% hér á landi. Staðreyndin er sú að það er ekkert náttúrulögmál að breytingar í rekstrarumhverfi fyrirtækja hækki verðlag til neytenda. Það er þó líklegra að svo verði hér á landi en annars staðar vegna þeirrar fákeppni sem einkennir stóran hluta af íslensku viðskiptalífi. Þess vegna er mikilvægt að neytendur séu vakandi yfir verðhækkunum og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Fjórða iðnbyltingin og tæknibreytingar Þurfum að kortleggja stöðuna Umræðan um hraðar tæknibreytingar og áhrif þeirra á vinnumarkað á komandi árum hefur verið hávær undanfarin misseri. Mikið er rætt um hvaða störf gætu horfið, hvaða störf geti orðið til og hvaða áhrif það getur haft á ólíkar atvinnugreinar og landsvæði, segir Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ. Hann átti sæti í sérfræðingahóp sem skilaði tillögum til félags- og jafnréttis- málaráðherra um það hvernig haga megi reglubundnu mati á færni-, menntunar-, og mannaflaþörf á íslenskum vinnumarkaði til framtíðar. Margar skýrslur og rannsóknir hafa reynt að meta umfang fjórðu iðnbyltingarinnar og niðurstöðurnar verið afar ólíkar. Mest hefur farið fyrir dómsdagsspám um að allt að helm- ingur allra starfa verði sjálfvirkjaður í náinni framtíð en nýrri greiningar benda til þess að áhrifin verði mun minni í þróaðri ríkjum, t.d. er það mat OECD að einungis tapist 6% starfa í Noregi, segir hann. Breytingar hraðari og meiri en áður Róbert segir að þó mat á umfangi sé afar breytilegt eru allar greiningar þó sammála um að flest störf munu breytast hraðar en áður og menntun- og færniþróun muni leika lykilhlut- verk í að tryggja stöðu einstaklinga á vinnu- markaði. Því er mikilvægt að launafólk hafi tækifæri og möguleika á að þróa færni sína með sí- og endurmenntun til að mæta fyrirséð- um breytingum. Áhrif tækniþróunar á vinnumarkað eru í sjálfu sér ekki ný af nálinni en aukinn hraði breytinga og meiri óvissa kalla á að stjórnvöld, ýmsar stofnanir og verkalýðshreyfingin þurfa að vera vakandi fyrir þessari þróun. Róbert segir að þó ómögulegt sé að spá fyrir með mikilli vissu um þróun vinnumarkaðar til lengri tíma er ljóst að nákvæmari gögn og ítarlegri upplýsingar munu gera stjórnvöldum kleift að kortleggja stöðuna og taka betri ákvarðanir við stefnumótun. Þær munu stuðla að skilvirkari vinnumarkaði og nýtast stjórnvöldum, menntastofnunum, hags- munaaðilum og námsráðgjöfum, en fyrst og fremst einstaklingunum sjálfum. Þegar Róbert er spurður að því hvernig þessu sé hagað í öðrum löndum og hvert markmið- ið sé, segir hann að flest lönd í Evrópu reyna með einhverjum hætti að kortleggja stöð- una á vinnumarkaði til lengri tíma. Markmiðið er m.a. að bæta stefnumótun í atvinnu- og menntamálum til skemmri og lengri tíma, tryggja atvinnustig og draga úr misræmi m.t.t. menntunar og færni. Slík greining hefur ekki verið gerð með kerfisbundnum hætti á Íslandi, en vonir standa til að sú vinna hefjist innan tíðar. Í nýlegri skýrslu vinnuhóps var lagt til að spáð verði fyrir um færniþörf á íslensk- um vinnumarkaði til lengri tíma ásamt því að skemmri tíma greining verði efld. Jafnframt er lagt til að stjórnvöld setji á laggirnar lands- færniráð til að ýta undir samtal og eftirfylgni með niðurstöðum. Stjórnvöld þurfa að bregðast við Staðan í dag er sú að upplýsingar skortir um ýmsa þætti á vinnumarkaði, segir Róbert. Skortur er á færni á mörgum sviðum á meðan offramboð ríkir á öðrum sviðum. Jafnframt þarf betri yfirsýn yfir aldursdreifingar og endur- nýjunarþörf ólíkra starfa, áhrif brottfalls og nýgengis örorku, svo eitthvað sé nefnt. Mörg lönd nýta færnispár eða sviðsmynda- greiningar til að horfa á líklega þróun og hvaða áhrif hún hefur á ólíkar atvinnugreinar, land- svæði og störf. Reynslan frá nágrannalöndum sýnir þó að upplýsingar og gögn leysa ekki allan vanda, heldur þurfa stjórnvöld að bregð- ast við fyrirséðri framtíð með aðgerðum og stefnumótun í atvinnu-, byggða- og mennta- málum til að tryggja fólki góð og verðmæt störf um land allt. Mikilvægt að launafólk hafi tækifæri og möguleika á að þróa færni sína með sí- og endurmenntun til að mæta fyrirséðum breytingum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==