Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

8 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Verðlagsmálin Margir vöruflokkar lækkað í verði á síðustu árum Verðbólga hefur verið lítil síðustu ár en þættir eins og sterkt gengi íslensku krónunnar, lágt olíu- og hrávöruverð hafa spilað stóran þátt í þessu óvenju stöðuga verðlagi. Tíðari utanlandsferðir landsmanna og aukning í netverslun hefur gert það að verkum að innlend fyrirtæki keppa nú við erlend um viðskiptavini og er samkeppni því að einhverju leyti meiri en hefur oft verið. Þá hafa tollar á ýmsum vöruflokkum lækkað á síðustu árum sem ætti að hafa jákvæð áhrif á verðlag. Allt gerir þetta að verkum að Íslendingar hafa búið við meiri verðstöðugleika en þeir eiga að venjast og hefur verð á hinum ýmsu vörum og þjónustu lækkað töluvert þó að einnig séu liðir sem hafa hækkað í verði. Hér má sjá nokk- ur dæmi um verðlækkanir og hækkanir á síðustu þremur árum. Hverjar eru horfurnar í verðlagsmálum? Áhrif Costco á verðlag ekki eins mikil og vonast var eftir Opnun Costco fékk mikla athygli og væntingar um að koma verslunar- keðjunnar myndi hafa áhrif til lækkunar á vöruverð hér á landi. Ef vísitala neysluverðs er skoðuð sjást skýr merki þess að verð á matvöru hafi fyrst byrjað að lækka þegar tilkynnt var um opnun Costco í ágúst árið 2016, sjá ör nr. 1 á mynd. Verðið hélt áfram að lækka í aðdraganda opnunarinnar og tók svo aftur dýfu niður á við þegar verslunin opnaði í maí 2017, ör nr. 2. Verðið tók svo að hækka aftur í lok árs 2017. Í dag virðist vera komið jafn- vægi aftur á markaðinn en það er þekkt að þegar nýr aðili kemur inn á fákeppnismarkað, þá býður hann lægra verð í byrjun en aðlagar sig svo að því vöruverði sem einkennir markaðinn. Langtíma áhrifin á verðlag eru umdeilanleg en erfitt er að segja til um hversu mikil þau eru vegna annarra áhrifa eins og gengisbreytinga sem hafa verkað á verðlag á sama tíma. Einstaka vöruflokkar eins og grænmeti, ávextir og hreingerningavörur hafa lækk- að mest í verði við komu Costco og þá er líklegt að verð hjá heildsöl- um hafi lækkað sem gagnast neytendum líka. Þá hafa ýmis fyrirtæki og smávörusalar nýtt verslun Costco til innkaupa sem getur hafa lækkað verð hjá þeim. Koma Costco hefur greinilega hreyft við íslenskum mark- aði og lækkað verð að einhverju leyti þó vonir hafi staðið til meiri lækk- unar og yfir lengri tíma. Vísitöluliður júl ’15-júl ’18 júl ’16-júl ’18 011 Matur 1% -1% 031 Föt -16% -10% 051 Húsgögn og heimilisbúnaður -14% -14% 07332 Flugfargjöld til útlanda -37% -20% 07211 Varahlutir o.fl . -15% -12% 07212 Hjólbarðar o.fl. -32% -27% 081312 Farsímaþjónusta -71% -60% 08132 Internettengingar -28% -15% 09111 Sjónvörp, útvörp og myndspilarar -30% -30% 0913 Tölvur -19% -14% Dæmi um verðlækkanir Vísitöluliður júl ’15-júl ’18 júl ’16-júl ’18 1111 Veitinga- og kaffihús 11% 5% 12111 Klipping 13% 7% 1242 Húsnæðistryggingar 10% 5% 1244 Bílatryggingar 21% 10% 12511 Bankakostnaður 12% 7% 12512 Greiðslukort 18% 12% 09422 Leikhús og hljómleikar 21% 12% Dæmi um verðhækkanir Vara og þjónusta þar sem laun spila stórt hlutverk hefur gjarnan hækk- að í verði og þá hafa fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög haldið sínum verðhækkunum áfram. 170 168 166 164 162 160 158 156 Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Vísitala matvara Heimild: Hagstofa Íslands Eru verðhækkanir framundan á markaði? Koma Costco inn á íslenskan markað er ekki það eina sem hefur haft áhrif á verðlag. Olíu- og hrávöruverð hefur verið hagstætt og þá hefur krónan einnig verið sterk. Breytingar á þessu gætu þó verið í farveginum en olíuverð hefur til að mynda hækkað allt þetta ár og þá hefur hrávöru- verð einnig hækkað sem getur leitt til hækkana á matvöru hér á landi. Þá hefur gengi krónunnar heldur veikst á síðustu mánuðum. Velgengni ferðaþjónustunnar spilar stóran þátt í styrkingu krónunnar og mun gera áfram en erfitt er að spá til um hvort breytingar verði í ferðaþjónustunni í nánustu framtíð sem muni leiða til gengisveikingar. Reynslan sýnir að veiking krónunnar komi hratt fram í verðlagi. Hvort olíuverð, hrávöruverð og gengi íslensku krónunnar muni koma til með að leiða til verðhækkana á næstunni mun tíminn einn leiða í ljós. - eftir Auði Ölfu Ólafsdóttur, verkefnastjóra Verðlagseftirlits ASÍ

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==