Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

Gerðubergsfundir Eflingar í beinni alla laugardaga https://efling.is Dagskrá septembermánaðar: – 1. september Komandi kjarasamningavetur – samtal við félagsmenn . Formaður Eflingar, Sólveig Anna Jóns- dóttir, opnar umræðu vetrarins um kjarasamninga og kjaramál með félagsmönnum. – 8 september Samstaðan er okkar styrkur: Pólska samfélagið í Eflingu vaknar – framsögur og opnar umræður um kjaramál frá sjónarhóli pólskumælandi félagsmanna. Umsjón hafa Vera Lupinska, þjónustufulltrúi Eflingar og Anna Marjankowska og Magdalena Kwiatkowska, stjórnarmenn í Eflingu. – 15. september Hver verður næsti forseti ASÍ? – framboðsfundur. Frambjóðendur til embættis forseta ASÍ mætast og kynna stefnumál sín. Drífa Snædal og Sverrir Mar Albertsson hafa staðfest þátttöku. Fundarstjóri er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. – 22. september Stéttaskipting á Íslandi – Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar ræðir við Guðmund Ævar Oddsson, dósent við Háskólann á Akureyri um rætur og afleiðingar stéttaskiptingar í íslensku samfélagi. – 29. september Breiðholtið og saga félagslegs húsnæðis í Reykjavík – Pétur H. Ármannsson arkitekt flytur rækilega myndskreytt erindi um sögu félagslegs húsnæðis í Reykjavík með áherslu á Breiðholtið. Nánari upplýsingar um hvern fund ásamt skráningu og dagskrá fram í desember verða gerðar aðgengilegar á vef Eflingar www.efling.is eins fljótt og auðið er. Kaffiveitingar að fundi loknum. Ókeypis barnagæsla verður í boði á bókasafninu í Gerðubergi. Nauðsynlegt er að skrá börnin fyrirfram í gæsluna á www.efling.is Spotkanie w języku polskim, bliższe informacje na stronie 25. 7 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Efling stendur fyrir fundum í Gerðubergi í Breiðholti alla laugardaga í haust frá og með 1. september og fram til 15. desember. Fundirnir verða sendir út beint á netinu, verða með líflegu sniði og eru ætlaðir sem hvati til umræðu um brýn hagsmunamál félagsmanna. Fundirnir hefjast klukkan 14:30 og standa til 16:00. Hver og einn fundur verður auglýstur nánar sérstaklega.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==