Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

12 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Hagnýtar upplýsingar Veistu þetta um Eflingu? Vinnustaðaeftirlit stóreflt hjá Eflingu: Félagið hefur sífellt aukið eftirlitið og reyndar stóraukið á síðasta ári. Heimsótt voru 250 fyrir- tæki árið 2016 en 620 fyrirtæki á síðasta ári bara í þessu verkefni. Kjaramálasvið: Fjöldi skráðra mála á kjaramálasviði Eflingar jókst á milli ára, árið 2017 voru þau um 630 en voru um 480 árið áður. Þegar litið er til launakrafna einungis er heildar upphæð launa- krafna rúmlega 220 milljónir króna ef gert er ráð fyrir fullum innheimtum. Margir nýta sér þjónustu félagsins: Heildarfjöldi þeirra sem njóta þjónustu félagsins skagar hátt í fjölda félagsmanna Eflingar. Sjúkrasjóður öryggisnet fyrir félagsmenn: Heildargreiðslur vegna dagpeninga og styrkja voru um 760 milljónir árið 2017. Alls fengu 5.416 einstaklingar greitt úr sjúkrasjóðum síðasta starfsár. Fræðslusjóður styrkir félagsmenn til náms: Árið 2017 voru greiddir út 4138 einstaklingsstyrkir, samtals að upphæð kr. 176.334.590. VIRK-starfsendurhæfing: Á árinu 2017 útskrifuðust um 139 einstaklingar frá ráðgjöfum Eflingar, tilbúnir að fara út á vinnu- markað. Orlofssjóður: Félagsmönnum stendur til boða að leigja yfir 50 orlofshús ásamt því sem þeir geta keypt Spalarmiða, Útilegukort og Veiðikortið hjá félaginu á góðu verði. Trúnaðarmenn eru mikilvægir tengiliðir félagsins: Að jafn- aði eru um 250 trúnaðarmenn við störf ár hvert. Alls sóttu 70 trúnaðarmenn trúnaðarmannanámskeið hjá Eflingu á síðasta ári. Hvaða meginregla gildir um hvíldartíma? Meginreglan um hvíldartíma á íslenskum vinnumarkaði er sú að starfsmenn skuli fá annars vegar ellefu klukkustunda hvíld á sólar- hring og vikulegan frídag. Þetta eru meginreglan. Vinni starfsmaður sem dæmi á miðvikudegi frá kl. 08:00 til 23:00 og yfirgefur þá vinnustaðinn, skal hann fá 11 stunda hvíld og ekki mæta í vinnu fyrr en kl. 10:00 næsta morgun en halda launum frá kl. 08:00. Ef þessi starfsmaður fengi ekki þessa hvíld og mætti til vinnu kl. 08:00 þó hann hefði unnið til 23:00 daginn áður þá vantar hann tvær stundir í lágmarkshvíld. Það er margfaldað með 1,5 og því fengi þessi starfsmaður þrjár stundir í uppsafnaða hvíld og á það að koma fram á næsta launaseðli. Sú hvíld er tekin síðar og hafi menn oft unnið þannig þá geta starfsmenn átt umtalsverðan uppsafnaðan hvíldartíma og tekið frí í vikur eða mánuð á launum. Vikulegi frídagurinn er hluti af sömu lögum. Starfsmaður sem vinnur alla vikuna til dæmis mánudag til sunnudags skal eiga frí á mánudegi en fá greidd laun þann dag. Til eru undantekningar á þessari reglu til dæmis í úthöldum, eins og virkjunarsamningum og í vaktavinnu. En undantekningin afsannar ekki regluna. Ellefu stunda hvíld á sólarhring og að minnsta kosti einn frídagur í viku hverri.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==