Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

13 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Lífeyrismál Hvað er eiginlega þessi tilgreinda séreign? Það tóku kannski ekki allir eftir því en um mánaðamótin júní/júlí hækkuðu laun meirihluta starfsmanna á almennum vinnu- markaði um eitt og hálft prósent. Hækkunin ratar reyndar ekki beint inn á bankareikning launafólks en mun skila sér í auknum ráðstöf- unartekjum þegar starfsævinni lýkur því það var framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði sem hækkaði. Eftir breytinguna greiðir atvinnu- rekandi 11,5% lífeyrisiðgjald en launþeginn sjálfur greiðir 4%, eða samtals 15,5%. Nýr valkostur Hækkunin í sumar var sú síðasta af þremur sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusam- band Íslands sömdu um árið 2016. Áður hafði lífeyrisiðgjald atvinnurekenda hækkað um 0,5% árið 2016 og 1,5% árið 2017. Samtals hafa iðgjöld starfsmanna á almennum vinnumark- aði því hækkað um 3,5 prósentustig frá árinu 2016. Í samkomulagi ASÍ og SA var ekki bara samið um þessa hækkun því einnig var búinn til nýr valkostur fyrir launþega sem hlotið hefur nafnið tilgreind séreign. Þessi tilgreinda séreign gefur launþegum kost á að fara með umrætt 3,5% viðbótarframlagið að mestu eins og annan séreignarsparnað. Til að útskýra hvað það þýðir er gagnlegt að líta á hvernig lífeyris- kerfið er í dag byggt upp, en skipta má réttind- um í lífeyrissjóðum á almennum vinnumarkaði í þrennt. Fyrsti hluti – samtrygging: Samtryggingardeildir lífeyrissjóðanna er sá hluti þeirra sem tryggir launþegum ævilangan lífeyri og inn í þann hluta kerfisins greiða atvinnurekandi og launþegi samtals 12% af launum í iðgjald. Í raun má líta á þennan hluta eins og hverja aðra tryggingu sem sumir nýta og aðrir ekki, því samtryggingardeildir lífeyr- issjóða tryggja sjóðfélaga fyrir atvinnumissi vegna aldurs (ellilífeyrir) og slysa eða veikinda (örorkulífeyrir). Til viðbótar er fjölskylda sjóð- félaga tryggð falli hann frá (barna- og maka- lífeyrir). Eins og með aðrar tryggingar nýta sumir trygginguna en aðrir ekki. Falli sjóðfélagi frá áður en taka lífeyris hefst fær hann ekkert greitt. Lifi hann til t.d. 100 ára aldurs fær hann aftur á móti greitt til baka margfalt það sem hann greiddi í lífeyrisiðgjöld yfir ævina. Annar hluti – séreign Til hliðar við samtryggingardeildir lífeyrissjóðanna er annað og minna kerfi, séreignarsparnaður. Þeir sem velja þessa sparnaðarleið greiða 2% eða 4% af launum í séreign hjá lífeyrissjóði eða banka og vinnuveitandi greiðir 2% til viðbótar. Smám saman verður til sjóður sem hægt er að taka út eftir að 60 ára aldri er náð, hvort sem allt er tekið út í einu eða í smærri skrefum yfir lengri tíma. Falli eigandi séreignarsparnað- ar frá erfist sjóðurinn. Ólíkt réttindum í samtryggingardeildum lífeyrissjóðanna þá er hér um að ræða ákveðna eign sem geng- ið er á þar til hún klárast. Séreignarsparnaður er hagstæðasti sparnaður sem völ er á og ég hvet alla sem ekki nýta sér þessa leið í dag til að kynna sér kosti hennar. Það er meðal annars hægt að gera á vef Gildis-lífeyrissjóðs, www. gildi.is eða með því að hafa samband við sjóð- inn. Þriðji hluti – tilgreind séreign Þá komum við að þriðja hluta lífeyriskerfisins, sem er tilgreinda séreignin. Árið 2016 þegar ákveðið var að hækka lífeyrisiðgjaldið um 3,5% var einnig ákveðið að gefa þeim sem njóta þessarar hækkunar val um að láta viðbótina renna í samtryggingu eða kerfi sem er samb- ærilegt séreigninni, svokallaða tilgreinda séreign. Um hana gilda svipaðar reglur og eiga við um aðra séreign, hægt er að taka þá eign út við 62 ára aldur og ef eitthvað kemur uppá þá erfist sjóðurinn. Þessa leið þarf hins vegar að velja því ef sjóðfélagi gerir ekkert rennur fram- lagið sjálfkrafa í samtryggingardeild. Iðgjaldið tryggir þar aukin réttindi og þar með hærri greiðslu úr lífeyrissjóðnum út ævina. Hafir þú frekari spurningar eru starfsmenn lífeyrissjóða, þar á meðal Gildis, boðnir og búnir að svara fyrirspurnum sem berast og aðstoða sjóðfélaga við að velja þá leið sem hentar þeim best. Höfundur er forstöðumaður upplýsingamála hjá Gildi-lífeyrissjóði. Launþegar geta í dag valið hvort hluti af lífeyriðgjaldi þeirra renni í sameignardeildir lífeyrissjóða eða að því sé ráðstafað í tilgreinda séreign - eftir Aðalbjörn Sigurðsson Ljósm. Bakarí – Anton Brink

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==