Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

14 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Leiguhúsnæði Setjum kraft í uppbyggingu leiguhúsnæðis Leigumarkaðurinn með íbúðarhúsnæði á Íslandi er lítill og illa rekinn. Þetta er sagt með samanburð við þróuðustu leigumarkaði Evrópu í huga en þeir eru í Sviss, Þýskalandi og Austurríki. Því miður hefur stefna íslenskra stjórnvalda verið í þá átt að allir ættu að eiga frekar en leigja húsnæðið sem þeir búa í. Þessi stefna hefur haft þær langtímaaf- leiðingar að í dag er skortur á leiguhúsnæði. Slíkur skortur leiðir til hærra leiguverðs, verð- bólgu, hærra fasteignaverðs, óstöðugleika á vinnumarkaði vegna launahækkana sem fara eingöngu í hærri leigugreiðslur og almenns þjóðhagslegs óstöðugleika. Besta langtíma lausnin út úr þessum vanda er að byrja kerfislega uppbyggingu á leigu- húsnæði og leiguhúsnæðismarkaði. Slík uppbygging á leiguhúsnæði er langtímaverk- efni sem ekki verður leyst á nokkrum árum. Þá á óhikað að taka upp reglugerðarverk í ætt við það sem finnst í fyrrnefndum löndum en því er ætlað að vernda leigjendur. Slíkt regluverk er jákvætt fyrir leigumarkaðinn í heild því góð leigjendavernd eykur langtímaeftirspurn eftir leiguhúsnæði, gerir markaðinn sanngjarnan og samkeppnishæfan en síðast en ekki síst ýtir undir að framboð leiguhúsnæðis aukist, einmitt vegna þess að langtímaeftirspurn er til staðar. Regluverk á leigumarkaði eykur uppbyggingu leiguhúsnæðismarkaðar og gerir leigu að raun- hæfum og sanngjörnum valmöguleika þegar kemur að búsetuformi. Svisslendingum hefur tekist einmitt þetta: að gera leiguhúsnæði að öruggu og stöðugu búsetuformi. Um 85% af húsnæði í Zurich borg er leiguhúsnæði, mest í eigu fagfjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóða. Höfundur þessarar greinar leigir sína íbúð einmitt af svissneskum lífeyris- sjóði. Hver á að fjármagna? Það eru margir aðilar sem geta komið að því að fjármagna uppbyggingu leiguhúsnæðis. Verkalýðsfélög og ýmis konar félagasamtök eiga hiklaust að taka þátt á þeim forsendum og samkvæmt þeirri fjárfestingarstefnu sem samþykkt er af stjórn viðkomandi (verka- lýðs)félags. Tryggingafélög, sérstaklega líftryggingafélög, geta einnig fundið hag í því að eiga leiguhúsnæði því um er að ræða lang- tímaeign sem samsvarar vel fjárfestingarþörf slíkra félaga til að mæta langtímaskuldbinding- um. Aðrir einkareknir aðilar og fjárfestar ættu einnig að íhuga það alvarlega að byggja upp og eiga eignasafn af leiguhúsnæði, allt eftir þeirra eigin fjárfestingarþörf og stefnu. Langstærstu aðilarnir sem geta hagnast veru- lega á því að eiga og reka leiguhúsnæði ýmis konar eru þó lífeyrissjóðirnir. Skuldbindingar lífeyrissjóða eru til langs tíma sem þýðir að þeir vilja gjarnan hafa á sínum bókum eignir sem einnig eru til langs tíma. Húsnæði er þar mjög ofarlega á blaði því fáir eignaflokkar eru eins kjörnir til þess að mæta langtímaskuld- bindingum. Svissneskir lífeyrissjóðir eru framarlega þegar kemur að fjárfestingum í leiguhúsnæði. Um 20% af öllum eignum lífeyrissjóða í Sviss eru í húsnæði ýmis konar. Væru íslenskir lífeyris- sjóðir með svipað hlutfall eigna á sínum efna- hagsreikningi í formi húsnæðis ættu þeir um 20.000–25.000 íbúðir. Til viðmiðunar eru um 13.000 íbúðir í Kópavogi. Góð ávöxtun sem á fáa sína líka Raunávöxtun með húsnæði hefur verið með eindæmum góð á Íslandi í gegnum tíðina. Raunávöxtun á ári hefur, varlega áætlað og að teknu tilliti til alls kostnaðar og viðhalds, verið um 6-7% að jafnaði frá 1995. Fáir ef nokkr- ir aðrir eignaflokkar komast með tærnar þar sem húsnæði hefur hælana þegar kemur að ávöxtun yfir sama tímabil. Samkvæmt grein- - eftir Ólaf Margeirsson Þá á óhikað að taka upp reglu- gerðarverk í ætt við það sem finnst í fyrrnefndum löndum en því er ætlað að vernda leigjendur Ljósmynd Þorfinnur Sigurgeirsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==