Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

15 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Leiguhúsnæði Langstærstu aðilarnir sem geta hagnast verulega á því að eiga og reka leiguhúsnæði ýmis konar eru þó lífeyrissjóðirnir ingu Hallgríms Óskarssonar verkfræðings og Gylfa Magnússonar dósents í hagfræði var það eingöngu einn lífeyrissjóður sem náði ársraun- ávöxtun yfir 6% markið yfir svipað tímabil, þ.e. 1997–2016. Flestir lífeyrissjóðir náðu aðeins 3–4% raunávöxtun á ári yfir tímabilið. Mynd 1 – Áætluð árleg raunávöxtun húsnæðis að teknu tilliti til kostnaðar vegna reksturs og viðhalds Heimild: Þjóðskrá Íslands, Hagstofa Íslands, útreikningar höfundar Kostirnir eru margir og gagnast öllum Að fjárfesta í leiguhúsnæði er því augljós valkostur fyrir lífeyrissjóði. Vandamálið felst helst í að finna réttar eignir til slíks en fagfjár- festar vilja helst eiga fjölbýlishús í heild sinni og jafnvel heilu blokkirnar. Lausnin við því vandamáli er einföld: lífeyrissjóðir kaupa fyrirfram fasteignir sem byggingarverktakar byggja fyrir þá. Þessi aðferð er vel þekkt í Evrópu og Banda- ríkjunum og hefur marga kosti. Í fyrsta lagi fær fjárfestirinn magnafslátt því hann kaup- ir margar íbúðir í einu. Það eykur svo aftur ávöxtun á eignasafni hans. Í öðru lagi fær verk- takinn örugga sölu sem lækkar óvissu og held- ur byggingarkostnaði niðri. Í þriðja lagi hefur stakur fjárfestir mun meiri getu til þess að gæðastýra byggingarverkefnum og hafa eftir- fylgni með þeim. Það þýðir að gæði húsnæðis verða almennt betri. Þá eykst samkeppni mikið á verktakamarkaði því salan við skil á húsnæð- inu fullbúnu er örugg, sem einfaldar sérstak- lega minni verktökum að taka þátt í ferlinu. Að síðustu myndi slík fjárfesting að sjálfsögðu auka framboð af leiguhúsnæði. Það hefur margvíslegar jákvæðar afleiðingar í för með sér. Leiguverði er haldið niðri, sem aftur held- ur bæði fasteignaverði og verðbólgu niðri. Þegar verðbólguþrýstingur minnkar getur Seðlabanki Íslands lækkað vexti. Minni hækk- anir á leiguverði þýða að launahækkanir skila sér raunverulega í formi lífskjaraaukningar því hækkanir fara þá ekki allar eða að stórum hluta í að borga hærri leigu. Það minnkar aftur verð- bólguþrýsting enn frekar, hvetur til stöðugleika og samvinnu á vinnumarkaði og minnkar hættuna á of sterku raungengi krónunnar sem aftur stuðlar að þjóðhagslegum stöðugleika og öruggari vexti útflutningsgreina. Öruggara húsaskjól ef fleiri taka þátt Uppbygging leigumarkaðar, drifnum áfram af lífeyrissjóðum, verkalýðsfélögum og öðrum félagasamtökum, hefur miklar og jákvæðar þjóðhagslegar afleiðingar sem gagnast bæði lágtekjufólki og þeim sem hærri tekjur hafa. Þá stuðlar slík uppbygging að betri ávöxtun á eignum lífeyrissjóða og annarra félaga sem taka þátt í slíkri uppbyggingu. Síðast en ekki síst leiðir stærri og þróaðri leigumarkaður til öruggs húsaskjóls fyrir Íslendinga alla, hvaðan úr þjóðfélaginu sem þeir koma. Það er til mikils að vinna og ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er hagfræðingur, búsettur í Sviss og ritar á patreon.com/olafurmargeirsson Ágætu félagsmenn Eflingar. Við minnum leigj- endur orlofshúsa á að þrífa og ganga vel frá við brottför. Þó svo við dveljum aðeins yfir eina helgi er nauðsynlegt að þrífa vandlega, einnig heita pottinn og grillið. Því miður er of algengt að þrifum og annarri umgengni sé ábótavant, og í þeim tilvikum gæti leigutaki þurft að greiða sérstakt þrifagjald. Leigutaki ber ábyrgð á húsinu, frágangi og þrifum. Góð regla er að fara vel yfir gátlistann við brottför, svo ekkert gleymist. Skiljum við bústaðinn eins og við viljum koma að honum. Gátlisti - Fjarlægja allt rusl við brottför og setja í gám. - Tæma og þrífa ísskáp. - Þrífa eldavél, örbylgju- og bakaraofn. - Þurrka ryk úr hillum, af borðum og sjónvarpi. - Þrífa og ganga frá eldhúsáhöldum. - Þrífa sturtu, WC, baðvask og spegla. - Ganga frá sængum og koddum í herbergjum. - Skúra öll gólf og undir rúm, borð og sófa. - Þrífa heita pottinn. Ertu að fara í bústað? - Þrífa útigrillið og ganga frá. - Ryksuga mottur. Orlofshús Eflingar er sameign okkar félagsmanna - Góð umgengi er okkar hagur!

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==