Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

21 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtal ekki hafa verið trúnaðarmenn og Efling hefur ekki beint verið dugleg við að virkja unga félagsmenn. Í aðdraganda stjórnarkjörsins í Eflingu hafi nokkrir félagar sest niður til að ræða mögulega þátttöku. Þá var komið að þeim tímapunkti að mér fannst rétt að hætta að tuða og fara að gera. Það var þannig sem ég leiddist inn í þetta, að hluta til fyrir slysni. Við kunnum þetta ekki lengur Daníel segir starfið stífara og þyngra í vöfum en hann hafi gert ráð fyrir. Ég áttaði mig ekki á öllu regluverkinu og hvað þetta er stórt í raun og veru. Félagið er stórt og það sama má segja um viðfangsefnin, segir Daníel. Hann segir vinnu við að lýðræðisvæða félagið og að efla grasrótina sé komin í gang með mark- vissum skrefum. Ég vil búa til stéttarfélag eins og í gamla daga og ég hef lesið um, segir Daníel, þar sem ríkir samstaða og baráttuandi. Hann segist lengi hafa haft hugann við stöðu innflytjenda og þetta tengist óhjákvæmilega. Þeir séu að mörgu leyti viðkvæmasti hópur- inn. Það sé lítið til af prentuðu efni fyrir þenn- an stóra hóp, eitthvað smáræði á ensku og pólsku. Stjórnin leggi nú höfuðáherslu á að efla trúnaðarmannakerfið, opna aðgang að mínum síðum á netinu og fleira til að auka þjónustuna. Ég hef trú á að þetta, sérstaklega trúnaðarmannaátakið, geti eflt félagið og búið til aktívista sem eru tilbúnir til að fara í aðgerðir. Við ætlum að sækja okkur fræðslu, t.d. frá IWW – Heimssamtökum verkafólks. Það er svo langt síðan við stóðum í verkalýðs- baráttu að við kunnum þetta ekki lengur, segir Daníel kíminn á svip. Þótt hann hafi áhuga á verkalýðsbaráttu fyrri tíma, segir Daníel sjálfsagt að nýta nýjustu tækni og huga að nýjungum. Mér finnst t.d. að við þurfum að koma ójafnaðarstuðlinum sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður, stakk nýlega upp á, inn í næstu kjarasamninga. Þannig getum við gert sjálftökuelítuna sjálfa ábyrga fyrir brostnum forsendum. Daníel segir vinnu við kröfugerð í gangi og það sé hugur í fólki. Við ætlum að krefjast okkar hluta af kökunni. Við sjáum það í kringum okkur, að það er alltaf svigrúm til launahækk- ana, nema þegar kemur að almennu verka- fólki. Það verður líklega ekki gengið að kröf- um okkar þegjandi og hljóðalaust, þannig að það má alveg gera ráð fyrir átökum. Nóg komið! Þegar Daníel er spurður að því hvort félags- menn séu tilbúnir í verkföll, segist hann finna fyrir óánægju og pirringi, sem kraumi undir niðri. Ég held að fólk sé tilbúið til að setja hnefann á loft og segja: Nú er nóg komið! Þá er ég að tala um hreyfinguna í heild, ekki bara Eflingu. Stemmningin er einfaldlega þannig að við viljum fá okkar kjör bætt og leiðrétt, sama hvað áróðurinn segir. Nú er kominn tími til að við fáum það sem aðrir hafa fengið. Daníel telur að það verði hægt að ná samstöðu í hreyfingunni um það. Auðvit- að eru verkföll ekkert endilega það sem við viljum, en ef við þurfum að fara í verkfall, þá gerum við það og ég er hræddur um að verk- föll séu óhjákvæmileg eins og staðan er. Ekki hægt að sitja hjá Daníel er virkur í baráttunni á fleiri sviðum en í Eflingu og hefur verið í framboði í fleiri kosningum en til stjórnar í Eflingu. Hann skip- aði annað sætið á lista Sósíalistaflokksins við síðustu borgarstjórnarkosningar, en flokkurinn fékk einn fulltrúa. Daníel er því fyrsti varamað- ur, en því fylgja ýmsar skyldur. Hann segist ekki hafa verið virkur þátttakandi í stjórnmál- um fyrr, en hann hafi lengi verið gallharður, flokksbundinn vinstri maður. Þetta er samt í fyrsta sinn sem ég býð sjálfan mig fram. Núverandi ríkisstjórnarsamstarf var kornið sem fyllti mælinn og gerði það að verkum að ég gekk í Sósíalistaflokkinn. Það er ekki hægt að standa þegjandi og hljóðalaust og horfa á VG halda sjálftökufólkinu og auðvaldinu við stjórn landsins. Ég veit að ég er ekki einn um að vera þeirrar skoðunar. Daníel segir að einn fulltrúi með sterkt bakland geti gert heil- mikið, jafnvel þótt hann sé í minnihluta. Það besta sem við getum gert í borgarstjórninni, er að bera fram okkar hugmyndir, tungutak og áherslur. Það hefur vantað þessa rödd. Við viljum veita mjög virkt aðhald frá vinstri, við fórum inn með skýra stefnu og komum til með að halda henni á lofti. Það gerir það enginn annar, segir Daníel að lokum. Við ætlum að krefjast okkar hluta af kökunni

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==