Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

22 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtal Við sköpum verðmæti og viljum vera hluti af samfélaginu Anna Marta Marjankowska var kjörin í stjórn Eflingar sl. vor. Hún er 26 ára, fædd í mið Póllandi, en fluttist til Kraká árið 2010, til að vinna og stunda nám. Þar starfaði hún hjá menningarstofnunum, söfnum og galleríum, við kvikmyndagerð og tónlistarhátíðir, auk þess að stunda nám í gagnrýnum menn- ingarfræðum. Áhuginn beindist að sköp- un, eðli vinnunnar og aðstæðum vinnandi fólks. Öryggisstigið í Póllandi gefur fólki litla möguleika á að gera áætlanir um fram- tíðina og því ákvað Anna Marta að flytja til Íslands, þar sem hún átti vini. Næstu ár ætlar hún að nýta í að berjast fyrir betra samfélagi. Anna Marta er enn nátengd umræðu og menningu í Póllandi, skrifar viðtöl og bóka- dóma fyrir stórt tímarit. Að vera virk á eigin málsvæði er því enn stór hluti af því hver ég er, segir hún. Í júní fóru pólskir háskólastúdentar í verkfall og í nokkrum borgum yfirtóku þeir háskólabyggingar. Ég var beðin um að skrifa ávarp, sem var lesið upp á aðaltorginu í Kraká. Í náminu í gagnrýnum menningarfræðum og menningarstjórnun í Jagiellonian háskólan- um dró Anna Marta ýmsar ályktanir af því að skoða aðstæður fólks, sérstaklega í sambandi við vinnuna. Það gerði mig niðurdregna að lýsa aðstæðum fólks í listageiranum. Ég sá ekki fyrir mér að manneskja eins og ég gæti gert neinar framtíðaráætlanir. Þetta er aðalá- stæðan fyrir því að ég fór frá Póllandi. Hún segist hafa gert sér grein fyrir því að á næstu árum tækist henni ekki að gera það sem hana langaði til, út af pólitísku og félagslegu ástandi. Þessi óvissa fari sífellt vaxandi, því ríkisstjórnin sé að herða tökin á öllu, sæki að réttindum kvenna, dragi úr stuðningi við fólk með fötlun og fjölskyldur þeirra og stefna í málefnum innflytjenda og flóttafólks sé alger- lega óásættanleg. Upplifði þetta sem nýtt tækifæri Anna Marta ákvað að koma til Íslands, af því að ein besta vinkona hennar var hér. Ég fékk á tilfinninguna að Ísland gæti tryggt það öryggi sem ég þarfnast og tækifæri til að nýta hæfileika mína og þekkingu til lengri tíma. Hingað kom hún í október 2016, byrjaði á að vinna á gistihúsi í tvo og hálfan mánuð, síðan á hóteli í hálft ár, næst hjá hreingerninga- fyrirtæki og núna á matsölustað. Á sumum þessara staða hafa atvinnurekendurnir nýtt sér það að ég þekkti ekki réttindi mín og vissi ekki hvert ég átti að leita til að fá leiðbein- ingar. Ég vissi ekkert um hlutverk verkalýðs- félaga og þeir sem ég vann fyrst hjá, létu mig skrifa undir pappíra, þar sem ég afsalaði mér greiðslum á uppsagnarfresti, eftir að mér var sagt upp. Ég vissi ekki að það væri ólöglegt. Hvað getur ein ung kona gert, andspænis tveimur fullorðnum mönnum, sem segja að svona gangi hlutirnir fyrir sig? Að sögn Önnu Mörtu er að sumu leyti hægt að bera saman stöðu pólskra verkamanna á - segir Annu Marta Marjankowska, nýr stjórnarmaður í Eflingu Ég hef miklar væntingar um að við getum bætt aðstæður fólks, skref fyrir skref og breytt þannig ástandinu til lengri tíma Ný í stjórn Eflingar Anna Marta Marjankowska í bókasafni Andrýmis þar sem hún komst í kynni við fólk í Eflingu sem varð til þess að hún bauð sig fram í stjórn félagsins

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==