Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

4 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Launakönnun Höfum áhrif á gerð kjarasamninga Árleg launakönnun Eflingar fer nú að hefjast en byrjað verður að hringja í þátttakendur í september. Könnunin felur í sér áreiðan- legar vísbendingar um viðhorf og aðstæður félagsmanna og því er mikilvægt að fá góða þátttöku í henni. Könnunin í ár er sérstak- lega þýðingarmikil í ljósi komandi kjara- samninga. Hvetjum við því félagsmenn sem fá boð um að taka þátt að vera með og láta í ljós skoðun sína. Niðurstöður fyrri ára hafa gefið okkur mikil- vægar vísbendingar um hvað brennur helst á félagsmönnum en sem dæmi þá sjáum við að mun færri búa í eigin húsnæði en áður, en þeim sem búa í leiguhúsnæði og foreldrahús- næði hefur fjölgað. Er þetta í beinu samhengi við þann húsnæðisvanda sem blasir við hér á landi. Könnunin er að flestu leyti með svipuðu sniði og síðustu ár en þó er sú nýbreytni að boðið verður upp á að svara könnuninni á litháísku auk íslensku, ensku og pólsku líkt og verið hefur. Það er Gallup sem vinnur könnunina fyrir Eflingu. Spurt um verðtryggingu, jöfnuð og lífeyrissjóðakerfið Að venju er gætt að því að spyrja sömu spurninga og á fyrri árum til að auðvelda samanburð og greina þróun milli ára, en þó er líkt og áður einnig boðið upp á nýjar spurn- ingar. Í ár verður spurt hvort félagsmenn séu hlynntir eða andvígir því að afnema verð- tryggingu á húsnæðislánum, en ekki hefur verið spurt að því áður. Um er að ræða hita- mál í íslensku samfélagi enda verðtrygging kostnaðarsöm fyrir þá sem þurfa að taka lán fyrir húsnæðiskaupum og öðru. Í takt við áherslu forystu Eflingar á jöfnuð er einnig spurt hvort félagsmenn séu hlynntir því að jafna tekjur meira í íslensku samfélagi og hvaða leiðir félagsmenn telji árangursrík- astar til þess. Þá endurspegla nýjar spurn- ingar um lífeyrissjóðakerfið þær kröfur um endurskoðun kerfisins sem æ fleiri raddir hafa tekið undir á síðustu misserum. Heppnir fá vinninga Tíu heppnir þátttakendur verða dregnir út og fá gjafakort að andvirði 15.000 kr. Þátttakend- ur vita hvort þeir hafa dottið í lukkupottinn þegar þeir ljúka við könnunina. Auk þess verða dregnir út sjö vinningar úr innsendum svörum, hver að verðmæti 50 þúsund krónur. Haft verður samband við vinningshafa og vinningsnúmerin verða einnig birt á heimasíðu Eflingar. Niðurstöðurnar nýtast félags- mönnum Um er að ræða 3.300 manna úrtak sem valið er með tilviljun úr félagaskrá Eflingar. Könnunin nær til starfandi félagsmanna sem og til atvinnuleitenda. Félögin nota síðan niðurstöður könnunarinn- ar til að móta starfsemi sína og til að berjast fyrir bættum kjörum fyrir félagsmenn. Tökum þátt í launakönnun Eflingar 2018 „Það var lítið mál að taka þátt og vinn- ingurinn kom sér rosalega vel. Ég var í raun búinn að gleyma því að ég gæti átt von á vinning þannig að þetta kom skemmtilega á óvart. Það tók bara smá tíma að taka þátt og fljótt að fara í gegnum þetta.“ Hilmar Árdal Eðvarðsson var einn af þeim heppnu sem hlaut vinning fyrir að taka þátt í Gallupkönnuninni síðastliðið haust. Hvernig er könnunin framkvæmd? Könnunin verður framkvæmd á netinu, og í síma fyrir þá sem ekki hafa aðgang að netinu. Spyrlar Gallup munu hringja í þátttakendur og bjóða þeim þátttöku. Ef samþykkt er að taka þátt, mun Gallup senda slóð á könnunina í tölvupósti. Spyrlar geta unnið á íslensku, ensku, pólsku og litháísku. Einnig er hægt að svara strax með því að fara inn á uppgefna slóð og slá svo inn lykilorðið sem gefið er upp.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==