Fréttablað Eflingar 5. tbl. 2018

5 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Efling-stéttarfélag Efling styrkir stöðu sína Í sumar hafa stjórn og skrifstofa Eflingar verið í óða önn að styrkja stöðu félagsins í hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn. Stjórn hefur veitt samþykki fyrir ráðningu starfs- manna til að annast það sérstaka verkefni að viðhalda og efla trúnaðarmannakerfi félags- ins og einnig hafa tveir nýir starfsmenn tekið til starfa sem hafa með höndum rannsóknir. Styrking þessara þátta gera félagið betur í stakk búið til að reka stéttabaráttu sem krefst bæði hugmynda og afls í krafti virkra félagsmanna. Sjálfstæð rannsóknarvinna og stefnumótun Efling mun á næstu misserum beita sér með markvissari hætti en áður hefur sést í sjálf- stæðri stefnumótun í kjara- og verkalýðsmál- um en Stefán Ólafsson, einn helsti sérfræðing- ur landsins í velferðar- og lífskjaramálum, hefur tekið til starfa hjá Eflingu sem sérfræðingur. Mun hann veita forystu félagsins ráðgjöf um stefnumótun í kjaramálum og öðru sem snertir hagsmuni félagsmanna og einnig vinna rann- sóknir sem styðja við málefnalegan grunn í áherslum félagsins. Stefán verður í hálfu starfi en í ágúst tekur einnig til starfa Sara Öldudóttir sem verður í fullu starfi við rannsóknir, ráðgjöf og grein- ingarvinnu. Saman mynda Stefán og Sara óformlegt greiningar- og rannsóknasvið sem styrkir gríðarlega getu Eflingar til að taka sjálfstæða afstöðu til samfélagslegra málefna á grundvelli þekkingar og rannsókna. Ráðn- ingar Stefáns og Söru eru liður í því að gera Eflingu og þar með hagsmuni almenns verka- fólks meira gildandi í íslenskri samfélagsum- ræðu. Full þörf er á því enda á Efling verulega aðkomu að fjölmörgum viðamiklum málaflokk- um til viðbótar við kjaramál, svo sem lífeyris- mál, skattamál, starfsendurhæfingarmál og umræðunni um efnahagslegan stöðugleika. Virkjun félagsmanna Í september ganga einnig nýir starfsmenn til liðs við Eflingu en þeir munu hafa með hönd- um að auka virkni félagsmanna, ekki síst í gegnum umsjón og eflingu trúnaðarmanna- kerfisins. Almenn félagsleg virkni fer dvínandi í samfélaginu en slíkt er vandamál fyrir verka- lýðsfélög sem eiga á hættu að verða eingöngu þjónustustofnanir. Mikil fjölgun félagsmanna, sér í lagi í geirum á borð við veitingarekstur og byggingarvinnu, skapar á sama tíma áskoranir við að afla nýrra trúnaðarmanna en vinnustað- ir í þessum starfsgreinum einkennast oft af mikilli starfsmannaveltu. Þá þarf að taka tillit til breyttrar samsetningar félagsmanna hvað varðar uppruna og tungu- mál. Vinnustaðafundir geta ekki eingöngu farið fram á íslensku og ekki er nóg að fræða félagsmenn af erlendum uppruna um réttindi þeirra heldur þarf einnig að efla þá til þátt- töku og baráttu fyrir eigin hagsmunum. Til að takast á við þetta verkefni verður til nýtt svið, Félagssvið, sem hefur það verkefni að fjölga trúnaðarmönnum og tryggja að þeir endur- spegli félagsmannahópinn eins og best verður á kosið. Sviðið mun einnig hafa það hlutverk að hvetja félagsmenn til þátttöku í félagsleg- um stofnunum Eflingar öðrum en trúnaðar- mannakerfinu. Virk þátttaka sem flestra okkar á vettvangi félagsins er lykillinn að því að gera Eflingu að öflugum og einbeittum baráttusam- tökum fyrir hagsmunum verkafólks. Liður í því að gera Eflingu og þar með hagsmuni almenns verkafólks meira gildandi í íslenskri samfélagsumræðu Sjálfstæðar rannsóknir og efling trúnaðarmannakerfis í forgangi Mun styrkja okkur í baráttunni - segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar-stéttarfélags Það er gríðarlega mikilvægt fyrir stórt félag eins og Eflingu-stéttarfélag að geta tekið afstöðu til samfélagslegra málefna á grund- velli aukinnar þekkingar og rannsókna. Þannig getum við betur beitt okkur þegar kemur að stefnumótun í kjara- og verka- lýðsmálum. Ég er því hæst ánægð að fá til liðs við okkur þau Stefán Ólafsson og Söru Öldudóttir og trúi því að starf þeirra muni gagnast félagsmönnum í baráttunni sem framundan er. Það er ekki síður mikilvægt að hafa öflugt trúnaðarmannakerfi og með stofnun Félagssviðs munum geta náð enn betur utan um þennan hóp og þá sérstak- lega erlenda hópinn, virkjað hann og eflt.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==