Orlofsblað Eflingar Sumarið 2021

ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 5 styðja þá í baráttunni. Í stuttu máli varð þetta dreifibréf til þess að þeir menn sem sáu um framkvæmdina; skrifuðu og báru út bréfið, hlutu fangelsisdóm fyrir landráð og voru svift- ir borgaralegum réttindum í kjölfarið. Eftir harða og erfiða baráttu náði Dagsbrún samningum við atvinnurekendur og herstjórnina um bættan aðbúnað verka- manna í nokkrum skrefum. Það var risastórt skref í hags- munabaráttu verkamanna. Gerðardómslögin (þrælalögin) voru sett á. Lögin bönnuðu allar kauphækkanir, afnumdu samningsfrelsi stéttarfélaganna og bönnuðu verkföll. Brot á gerðardómslögunum gátu leitt til hárra sekta sem hefðu getað tæmt sjóði félaganna eða jafnvel leitt til fangelsisvistar forsvarsmanna stéttarfélaganna. Verkalýðsfélögin voru nú bundin í báða skó og gátu ekki skipulagt verkföll fyrir sína félagsmenn. Um þessa stöðu sem upp var komin var seinna skrifað í Þjóðviljann: „Væntanlega hefur engum heilvita manni dottið í hug, að verkalýðurinn mundi láta hagsmunabaráttuna niður falla þótt samtök hans væru fjötruð með ranglátum lögum...“ 1942 Skæruhernaðurinn svokallaði hófst þegar hafnarverkamenn hjá Eimskip tóku sig saman og neituðu að mæta til vinnu fyrr en fyrirtækið gengi að kröfum þeirra. Í kjölfarið gaf Vinnu- veitendafélagið út svartan lista með nöfnum þeirra, með þeim tilmælum að sömu menn yrðu útilokaðir frá vinnu allra fyrirtækja innan félagsins. Dagsbrún brást við með því að gefa út að ef listinn yrði ekki afturkallaður myndu verkamenn hjá öllum aðildarfyrirtækjum Vinnuveitendafélagsins leggja niður vinnu. Við þetta viðurkenndi Eimskipafélagið ósigur sinn og gekkst við kröfum verkamannanna. Þessi stóri sigur hafnarverkamanna hjá Eimskip gaf öðru verkafólki byr undir báða vængi. Verkafólk víðs vegar um land tók sig saman og streymdi í hópum út af vinnustöð- um sem ekki komu til móts við kröfur þeirra um kjarabætur. Þessar aðgerðir voru að frumkvæði verkamannanna sjálfra og byggðust á samstöðu þeirra. Réttur til orlofs var tryggður þegar skæruhernaðinum lauk með fullum sigri verkamanna sem undirrituðu nýjan samn- ing sem tryggði þeim miklar réttinda- og kjarabætur, meðal annars orlofsréttinn og 8 stunda vinnudag. 1943 Dagsbrún kaupir landsspildu í landi Stóra-Fljóts í Biskups- tungum „einum fegursta stað á landinu“ þar sem ætlunin var að reisa hvíldarheimili fyrir verkafólk á Íslandi. Þannig vildi Dagsbrún gefa nýfengnum orlofslögréttinum „tvöfalt gildi“ eins og það var orðað með því að gera félagsmönnum og fjölskyldum þeirra kleift að ferðast um landið og njóta orlofs- ins til fulls. 1946 Á 40 ára afmæli Dagsbrúnar er auglýst í blöðum hvatning til landsmanna til kaupa á happdrættismiða til styrktar hvíldar- heimilinu: „Kæru landsmenn. Þannig færum við Dagsbrún að afmælisgjöf grundvöllinn að fyrirmyndar hvíldarheim- ili verkamanna, nýjum þætti í menningarsögu Íslendinga.“ Ekkert varð af byggingu þessa tiltekna hvíldarheimilis en uppbygging hófst á sumarhúsum fyrir félagsmenn um land allt sem við njótum enn þann dag í dag. 2000 Hugmyndin um uppbyggingu á þessu landi sem nú var í eigu Eflingar vaknar úr dvala. Óteljandi ferðir voru farnar af starfs- fólki orlofssjóðs Eflingar, með arkítektum og hönnuðum þar sem landið var lúslesið og lagst í greiningu á því hvernig hið stórbrotna útsýni sem þarna er yrði best fangað úr húsunum. 2021 Sumarhúsabyggðin í Stóra Fljóti er stærsta verkefni sem orlofssjóður Eflingar hefur ráðist í. Þar er nú verið að reisa 12 stór og glæsileg hús, hönnuð sérstaklega með þarfir félags- fólks í huga. Óhætt er að fullyrða að þarna geta félagsmenn Eflingar og fjölskyldur þeirra dvalið „í faðmi hinnar undur- fögru íslensku náttúru,“ svo vitnað sé í orð frumkvöðlanna, og notið til fulls síns dýrmæta réttar til orlofs. Efling óskar félagsmönnum hvíldar og gleði í sumarhúsum félagsins í sumar. Við hittumst svo úthvíld í haust, tilbúin í áframhaldandi baráttu fyrir réttlátara samfélagi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==