Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

28 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Heilsuefling VIRK starfsendurhæfingarsjóður fagnaði tíu ára afmæli í vor og í tilefni af því var haldin ráðstefna sem bar heitið: Verum virk: Aukin þátttaka – betra samfélag . Það var boðið upp á mjög áhugaverða fyrirles- ara, innlenda sem erlenda, og við ráðgjafarn- ir höfðum gagn og gaman af, segir Ingibjörg Ólafsdóttir sem tók þátt í afmælisráðstefnu VIRK þann 4. maí ásamt öðrum VIRK ráðgjöf- um Eflingar. Umfjöllunarefnin á ráðstefnunni voru tengd heilsu, virkni, atvinnu, samfélaginu í heild sinni og þátttöku einstaklinga og vinnumarkaðar í aukinni virkni. Einn fyrirlestur á ráðstefnunni vakti sérstaka athygli Ingibjargar en hann var um hvernig hægt er að nýta ákveðna tækni til að efla sig og efla heilbrigði. Efni fyrirlestrarins er fyrir alla sem hafa gaman af að takast á við áskoranir og langar til að efla heilsu sína, segir Ingibjörg en hún fjallar nánar um hann hér fyrir neðan. - segir Ingibjörg Ólafsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingar Jákvæð heilsuefling Áhugaverð erindi Afmælisráðstefna VIRK Hafðu áhrif á alla heilsutengda þætti Machteld Huber, sem er hollenskur heimilis- læknir, var með áhugavert erindi á afmælis- ráðstefnu VIRK. Hún fjallaði um niðurstöður rannsóknar sinnar um hvernig við metum heilsu og hvernig einstaklingar skilgreina heilsu sína. Það að einbeita sér að því að bæta eitt atriði þegar kemur að heilsu manns eins og t.d. andlega líðan eða líkamsstarfsemi hefur sýnt sig að almenn heilsa manns batnar þ.e.a.s. að bæta andlega líðan getur t.d. haft jákvæð áhrif á félagsleg samskipti. Það getur því reynst manni vel að einbeita sér að einu atriði í einu því það hefur jákvæð áhrif á alla aðra heilsutengda þætti. Rannsókn Huber náði til útbreidds hóps innan alls samfélagsins. Þeir sem tóku þátt í að móta niðurstöður voru læknar, sjúklingar, almenningur, rannsakendur og aðilar sem móta lög og reglur samfélagsins. Niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að setja niður í 6 víddir, sjá mynd 1. Hvernig met ég mína heilsu í dag? Ef þig langar að prófa og sjá hvernig þú metur þína heilsu þína í dag, þá gefur þú hverri vídd einkunn frá 0-10 þar sem 10 er hæsta einkunn. Síðan er hægt að tengja punktana saman, sjá mynd 2. 10 8 6 4 2 0 Þátttaka í samfélagi Tilgangur Athafnir daglegs lífs Líkamsstarfsemi Andleg heilsa Almenn lífsgæði Mynd 1: Víddirnar 6 skiptast í eftirfarandi aðalþætti. Undir hvern þátt falla síðan aðrir undirþættir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==