Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

30 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Efling á Suðurlandi Miklar breytingar framundan! Nú í sumar mun starfsstöð Eflingar á Suður- landi flytja um set í Hveragerði í nýtt og glæsilegt húsnæði að Breiðumörk 19. Jafnframt því verður einnig tekin í notkun orlofsíbúð á efri hæð í sama húsnæði sem mun standa félagsmönnum til boða til orlofs- dvalar. Sveinn segir að hún sé hin veglegasta og endurnýjuð að öll leyti. Vonum við að þessar breytingar falli vel að þörfum og kröf- um félagsmanna og þeir muni nýta sér bæði þjónustu skrifstofunnar svo og orlofsíbúðina vel! Nú er nokkuð langt um liðið síðan ákveðið var að gera umtalsverðar breytingar á starfsstöð Eflingar í Hveragerði. Núverandi skrifstofuhús- næði hefur verið á efri hæð að Austurmörk 2 og eru ýmsir annmarkar á því sem snúa fyrst og fremst að aðgengismálum og móttöku félagsmanna sem sækja þurfa þjónustu á félagssvæðinu austan fjalls. Þó húsnæðið hafi þjónað vel um margra ára skeið var það skoðun manna að líta bæri til þess að huga að flutningi og byggja upp aðstöðu sem þjónaði félagsmönnum betur og ekki síst að mæta kröfum dagsins í dag um aðgengismál, það er aðgengi fyrir alla, segir Sveinn. Þær vangaveltur leiddu til þess að þegar myndarleg tveggja hæða húseign á besta stað í bænum bauðst til kaups var það skoðað af fullri alvöru og endaði með því að Efling keypti húsið að Breiðumörk 19 sem er afar svipmikið og reisulegt og setur mikinn svip á miðbæ- inn. Síðan hafa staðið yfir umfangsmiklar breytingar á húsinu sem nú eru á lokastigi. Hús þetta hefur þjónað margvíslegum hlut- verkum í áranna rás. Þar var útibú Búnaðar- - segir Sveinn Ingvason, sviðsstjóri orlofsmála bankans, heilsugæsla staðarins og þar hefur einnig verið veitingarekstur um árabil. Skrifstofa Eflingar og móttaka verður í rúmgóðu rými á jarðhæð og eru öll rými hönnuð til að mæta kröfum um fullt aðgengi t.d. hjólastóla. Vinnuaðstaða verður einnig öll eins og kröfur gera ráð fyrir í dag og mikill munur frá fyrri starfsstöð. Á efri hæð hefur verið innréttuð einstaklega skemmtileg íbúð sem orlofssjóður Eflingar hefur fengið til umráða og verður hluti af útleigueiningum sjóðsins, segir Sveinn. Verður mjög spennandi að bjóða upp á þann kost á besta stað í bæ sem býður upp á allt það sem fjölskyldur kalla eftir þegar farið er í orlof, eða einfaldlega til að vera í fríi og njóta alls þess sem bærinn býður upp á. Án nokkurs vafa mun flutningur skrifstofunn- ar og tenging við orlofsíbúð styrkja mjög og styðja við starfsemi félagsins á Suðurlandi enda var það frá upphafi markmiðið með þessum breytingum, segir Sveinn að lokum. Skrifstofan flytur í nýtt húsnæði Sveinn sýnir nýja skrifstofuhúsnæðið. Frá vinstri á myndinni eru: Jóna S. Gestsdóttir, Sveinn Ingvason, Viðar Þorsteinsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Berglind Rós Gunnarsdóttir Jóna S. Gestsdóttir, þjónustufulltrúi á Suðurlandi, fyrir framan húsið þar sem ný skrifstofa Eflingar rís og hún mun hafa aðsetur

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==