Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

32 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Fjárhagur aldraðra Eftirlaun aldraðra Burt með frítekjumörk og skerðingar Nýverið kynnti dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur niðurstöður rannsókna sinna á fjárhag aldraðra á Íslandi. Efnið tók hann saman fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík á síðasta ári. Niðurstöðurnar hefur hann síðan kynnt víðar. Gögnin sem Haukur vann með, eru fyrst og fremst frá ríkisskattstjóra og ná í tíu ár aftur í tímann. Í dag fá ellilífeyrisþegar að meðaltali frá lífeyr- issjóðum um 26% af meðallaunum á atvinnu- markaði. Meðallífaldur er hár á Íslandi og elsti hópurinn á lítil réttindi í sjóðunum. Trygginga- stofnun ríkisins greiðir síðan um 19%, þannig að samanlagt fá lífeyrisþegar um 45% af meðaltekjum í dag. Þeir sem koma nýir á eftir- laun á næstu árum munu hafa meiri réttindi. Fyrir nokkrum misserum voru markmiðin um hlutfall lífeyris af meðallaunum hækkuð í 76%. Til að það geti orðið, þurfti að hækka iðgjöldin í lífeyrissjóði nokkuð. Í söfnunarkerfi eins og við þekkjum á Íslandi, tekur kerfið tíma að þroskast svo að markmiðið náist. Miðað við þessi markmið verða allir komnir með þessi eftirlaun eftir 70 ár eða árið 2088. Ættum að vera nálægt meðaltali OECD Til þess að bera saman stöðuna á Íslandi við önnur lönd, notaði Haukur hlutfall eftir- launa af þjóðarframleiðslu í OECD ríkjunum. Hann segir það skynsamlega viðmiðun, enda endurspegli hún kökuna sem sé til skipt- anna. Þó þurfi að hafa í huga að lífeyristöku- aldur Íslendinga er hærri en í mörgum ríkj- um OECD. Þess vegna leiðrétti Haukur fyrir aldursmun, en einnig fyrir því að meðallífaldur getur verið allt að 10 árum hærri hér en víða annars staðar. Þetta dæmi er ekki hægt að reikna til enda, segir Haukur, en við getum haft það sem viðmiðun. Meðaltalshlutur eftirlauna OECD ríkjanna er 8,2% af þjóðarframleiðslu. Hin Norðurlöndin eru á því róli, en Ísland er talsvert fyrir neðan meðaltalið, hvort sem við skoðum lífeyris- sjóðakerfið sér, eða viðbótina frá TR. Árið 2016 fengu aldraðir um 5,5% af þjóðartekjum, þannig að það vantaði um 2,7% upp á að við næðum meðaltalinu. Það eru dæmi um ýmis fátækari ríki sem greiða hærra hlutfall, t.d. Grikkland. Kerfið þar er mjög sligað og Grikkir taka lán fyrir eftirlaunum. Það er ekki endilega eftirsóknarvert fyrir okkur sem þjóð í heild að fara með eftirlaunin upp fyrir miðjuna. Það væri þokkaleg staða að vera um miðbikið, það væri ekki lágt í krónutölu, enda erum við þriðja hæsta landið hvað varðar þjóðartekjur á mann, segir Haukur. Það kostar um 35 milljarða að ná OECD hlut- fallinu. Haukur segir að við séum þegar komin áleiðis með 100 þúsund króna hækkun frítekju- marks á atvinnutekjur. Á þessu ári hækk- ar ríkissjóður greiðslur til aldraðra úr 60-65 milljörðum í 73 milljarða. Til samanburðar eru greiðslur lífeyrissjóðanna um 100 milljarðar á ári. Haukur segir að í fjármálaáætlun ríkis- stjórnarinnar til næstu fimm ára sé gert ráð Hér er ekki pólitískur vilji til að vera með stighækkandi tekju- skatt eftir hækkuðum tekjum - segir dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==