Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

33 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Fjárhagur aldraðra Það er réttlætismál að fella niður skerðingar af lífeyristekjum sem menn hafi safnað fyrir alla ævina fyrir 15 milljarða hækkun. Þá erum við komin með meira en helming af því sem á vantar. Stjórnsýslulegur fáránleiki Í íslenska kerfinu eru margvíslegar skerðingar, sem verða til við flókið samspil greiðslna úr lífeyrissjóðum, atvinnutekna og greiðslna frá TR. Þær eru mjög sérkennilegar, segir Haukur. Meginreglan í nágrannaríkjunum er föst fjárhæð á mann. Hér er ekki pólitískur vilji til að vera með stighækkandi tekjuskatt eftir hækkuðum tekjum. Í slíku kerfi er hægt að greiða öllum sömu eftirlaun og taka svo hluta þeirra til baka með hækkuðu hlutfalli tekjuskatts. Það er í raun óeðlilegt að láta Tryggingastofnun sjá um jöfnunina, en ekki skattkerfið. Annars staðar í okkar heimshluta sér skatturinn um jöfnunina. Hér er jöfnunin hjá Tryggingastofnun, sem gerir árlegt skatta- uppgjör við lífeyrisþega. Þetta getur þýtt að ellilífeyrisþegar skuldi þegar árið er gert upp ef þeir hafa t.d. fengið arf eftir maka. Þetta skattauppgjör er sársaukafullt fyrir fátæka og er bæði óeðlilegt og ósanngjarnt. Ég hef gert tillögu um að það verði gert sérstakt skattakerfi fyrir aldraða. Þá fengju allir sömu tryggingabætur og TR hætti við skattauppgjörið sitt, en skatturinn sjái um að jafna. Í dag er þetta tvíverknaður. Ef það ætti að gera þetta almennilega þá væri það gert frá mánuði til mánaðar, en ekki árlega. Þetta skattheimtukerfi Tryggingastofnunar er stjórnsýslulegur fáránleiki. Búum við sífellt flóknari veruleika Haukur kveðst hrifinn af þeirri hugmynd sem sumir hægri sinnaðir stjórnmálamenn hafi viðrað að persónuafsláttur verði tiltölulega hár, en fari lækkandi með hækkandi tekjum - og að hann sé endurgreiðanlegur. Stjórnmála- menn státa sig oft á því að eftirlaunaþegar séu með um 300 þúsund krónur á mánuði, en það er ekki nema um fjórðungur þeirra sem fær það. Langflestir fá um 240 þúsund krónur frá TR. Þá greiðslu mætti lækka niður í 180 þúsund hjá öllum, ef tekjulægsti hópur- inn fengi tiltölulega háan endurgreiddan persónuafslátt. Af þessum 240 þúsundum er greiddur um 36 þúsund króna skattur, þannig að menn fá um 204 þúsund í vasann. Það kæmi til með að einfalda mjög mikið hjá Tryggingastofnun og spara stórfé, ef stofnun- in einfaldlega greiddi öllum eftirlaunaþegum og öryrkjum 180 þúsund krónur á mánuði. Aftur á móti ykist flækjustig hjá skattinum, með sérstöku skattkerfi fyrir 67 ára og eldri. Þá yrði uppgjörið gagnvart þeim töluvert öðruvísi en verið hefur, hvort sem það yrði gert mánaðarlega eða árlega. Sumir stjórn- málamenn segja að þetta sé of flókið, það þurfi að einfalda regluverkið en ekki flækja það. Stjórnsýslufræðingar segja að það sé ekki hægt, því að við búum við sífellt flóknari veruleika. Réttlætið er framkvæmt á flókinn hátt. Við getum notað tölvur til að einfalda framkvæmdina gagnvart almenningi, en regluverkið sjálft verður ekki einfaldað. Það má ekki bara horfa á útgjalda- hliðina Almennt frítekjumark aldraðra af eignum og greiðslum úr lífeyrissjóði er 25 þúsund. Síðan er aukið frítekjumark vegna atvinnutekna 100 þúsund. Það er því í hæsta lagi hægt að nýta 125 þúsund í frítekjur. Ríkið græðir á því að fella niður frítekjumark og skerðingar á atvinnutekjum í þensluástandi. Ef aldrað- ir auka atvinnutekjur sínar að meðaltali um 10% frá því sem nú er - úr 50 í 60 þúsund að meðaltali á mánuði - þá fær ríkissjóður um tvo milljarða í aukinn tekjuskatt og veltuskatta af þeim tekjum - umfram kostnaðinn við að fella niður skerðinguna. Haukur segir að það sé mun ódýrara að laga þessi mál hjá öldruðum en lítur út fyrir þegar eingöngu er horft á útgjaldahlið ríkisreiknings. Það sé réttlætismál að fella niður skerðingar af lífeyristekjum sem menn hafi safnað fyrir alla ævina. Töluverður hluti komi til baka og það megi áætla, að þegar ríkisstjórnin setji 15 milljarða í fjármálaáætlun til aldraðra, þá verði nettóútgjöldin ekki nema um 7,5 milljarðar. Mér reiknast svo til, að aldraðir hafi greitt um 105 milljarða til ríkisins árið 2017. Við getum því ekki sagt að þeir séu byrði á þjóðfélaginu þótt ríkið greiði 65 milljarða til þessa hóps, sem það gerði á síðasta ári. Það er ekki hægt að tala um byrði fyrr en ríkið er farið að greiða meira en aldraðir greiða í skatta og gjöld. Þrír af hverjum fjórum undir framfærsluviðmiði Haukur segir að í dag séu um 75% aldraðra á eftirlaunum undir framfærsluviðmiði Velferð- arráðuneytisins. Ef horft er til heildarlauna, þá sé hlutfallið um 55%. Þetta framfærslu- viðmið miðast við fátækt fólk, ekki fólk sem getur keypt dýr rauðvín og steikur. Við erum því að tala um raunverulega fátækt hjá þeim sem eru undir viðmiðinu. Haukur segir tvennt sérstaklega aðkallandi: Við þurfum að hækka þá sem eru á 240 þúsund krónum upp í fram- færsluviðmiðið. Þegar um er að ræða svona stóra hópa, þá þarf fyrst og fremst að taka þá sem eru lægstir og hækka þá upp fyrir viðmiðið. Í öðru lagi þarf að létta skerðing- um af þeim stóra hópi sem hefur tiltölulega lítil lífeyrisréttindi. Það er fólkið sem var á lágum launum meðan það var í vinnu og þeir sem hafa ekki verið full 40 ár á vinnumark- aði. Þetta eru aðallega eldri konur, t.d. hjúkr- unarfræðingar, leikskólakennarar, kennarar og verslunarmenn. Það er sérstaklega sárt að þessi hópur lendi í skerðingunum. Eðlilegast væri að fella niður öll frítekjumörk og allar skerðingar. Aldraðir borga skatt af sínum tekjum eins og annað fólk í þjóðfé- laginu. Í velferðarþjóðfélagi á skattkerfið að sjá um jöfnuðinn, segir Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur að lokum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==