Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

39 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Starfsfólk Eflingar Starfsmaður í kynningu Það skemmtilegasta við starfið er að fá tækifæri til að taka þátt í mótun samfélags- ins í þágu verkafólks. Ég get ekki hugsað mér þakklátara starf en það, segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Ég hef líka mikla ánægju af mannlegum samskiptum og að setja mig inn í álitamál, sem er auðvitað mjög krefjandi en gefandi um leið. Viðar hóf störf hjá Eflingu í nýju starfi fram- kvæmdastjóra í lok apríl. Þar áður var hann stundakennari við Háskólann á Bifröst en hann er nýfluttur til landsins eftir sjö ára dvöl í Bandaríkjunum þar sem hann var við nám og störf. Þá hefur hann margra ára reynslu af hvers kyns félagsstörfum í kringum samfé- lagsbaráttu. Ég stofnaði til dæmis Róttæka sumarháskólann ásamt fleirum, sat í stjórn Félagsins Ísland-Palestína og fleira. Ég hef unnið við að stýra stórum verkefnum í samstarfi við fjölda fólks, þar sem ég hef þurft að halda utan um marga þræði og klára málin allt frá því að sækja um styrki og sjá um kynn- ingarmál. Ég er viss um að þessi reynsla mun nýtast mér vel í starfi mínu hjá Eflingu. Verkalýðsfélög eiga að vera umbreytingaafl Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á verkalýðs- baráttu en afi minn, Vilhjálmur Þorsteinsson, var í stjórn Dagsbrúnar á sjötta áratugnum og fáni Dagsbrúnar var alltaf á áberandi stað í stofunni hjá ömmu minni. Viðar segist brenna fyrir því að efla hag verkafólks hvort sem er í gegnum launakjör eða annan samfélagslegan aðbúnað. Samfélagið okkar er hannað á forsendum auðvaldsins og því þarf að breyta. Verkalýðs- félögin eiga ekki bara að veita dags daglega þjónustu, þótt hún sé gríðarlega mikilvæg, heldur eiga þau að vera umbreytingaafl. Um þessi atriði er ég sammála Sólveigu Önnu nýjum formanni og finnst það mikill heiður að fá að starfa henni við hlið. Vinnur náið með formanni Aðspurður í hverju starfið er fólgið segir Viðar að hann starfi mjög náið með formanni félagsins. Ég sit fundi með henni, undirbý þá, vinn úr þeim og svo framvegis, segir hann. Við erum strax byrjuð að undirbúa kjara- samninga, svo erum við að hitta félaga úr verkalýðshreyfingunni auk þess sem við vinn- um hörðum höndum að því að setja okkur inn í ýmis mál og vinna drög að tillögum. Ég kem einnig talsvert að ýmsum rekstrar­ málum félagsins í samstarfi við Berglindi Rós, nýjan skrifstofustjóra, til dæmis starfs- mannamálum sem er mjög gefandi. Þá vinn ég einnig að kynningarmálum hjá okkur í samvinnu við annað starfsfólk en við höfum áhuga á því að gera félagið talsvert sýni- legra t.d. á samfélagsmiðlum sem er mjög skemmtilegt verkefni. Umfang kjaramála kom á óvart Viðar segir að það mikla magn af erfiðum kjaramálum sem koma inn á borð skrifstof- unnar hafi komið honum á óvart. Að sama skapi dáist ég mjög að starfsfólkinu hér, bæði á kjaramálasviði og annars staðar, sem leggur sig fram dag hvern við að vinna sig í gegnum bunkana. Að lokum segist Viðar hlakka til að takast á við nýjar áskoranir í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Eflingar. Ég vil bæta hag verkafólks og mun leggja mig allan fram í nýju starfi, segir Viðar að lokum. Verkalýðsfélögin eiga ekki bara að veita daglega þjónustu, þótt hún sé gríðarlega mikilvæg, heldur eiga þau að vera umbreytingaafl - segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar Brenn fyrir því að efla hag verkafólks

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==