Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

4 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Formannsskipti Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags Sólveig Anna Jónsdóttir tók við formennsku í Eflingu Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags var hald­ inn þann 26. apríl sl. en á fundinum tók Sólveig Anna Jónsdóttir við formennsku í félaginu. Hún tók við af Sigurði Bessasyni sem lét af formennsku eftir átján ár í starfi en aldrei áður hafði verið kosið um nýjan formann eftir að stéttarfélögin sameinuðust í Eflingu á sínum tíma. Sólveig og listi hennar hlaut yfirburðasigur í stjórnarkosningunum í mars sl. og með henni tóku sæti í stjórn: Magdalena Kwiatkowska hjá Café Paris, Aðalgeir Björnsson, tækjastjóri hjá Eimskip, Anna Marta Marjankowska hjá Náttúru þrifum, Daníel Örn Arnarsson hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu, Guðmundur Jónatan Baldursson, bílstjóri hjá Snæland Grímsson, Jamie McQuilkin hjá Resource International ehf. og Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar. Lúðrasveit verkalýðsins gaf fundinum hátíð- lega stemningu og spilaði við upphaf fundar- ins en sveitin hefur verið afskaplega dugleg við að spila við ýmsa viðburði fyrir félagið. Á dagskránni voru hefðbundnir liðir, farið var yfir ársskýrslu stjórnar sem og yfir reikninga félagsins en fram kom að félagið stendur vel og einnig var kjöri stjórnar og stjórna sjóða lýst. Sigurður Bessason kveður Sigurður Bessason sagði að á stundu sem þessari væri honum efst í huga þakklæti þegar hann léti af störfum sem formaður Eflingar-stéttarfélags. Hann þakkaði félags- mönnum, stjórn og starfsmönnum og óskaði nýrri stjórn farsældar í að efla kraftmikið starf Eflingar enn frekar til framtíðar. Verkalýðsbaráttan er sú mikilvægasta Sólveig Anna ávarpaði félagsmenn en hún byrjaði á að þakka fráfarandi formanni fyrir störf hans. Hún sagði m.a. að barátta verka- fólks væri barátta fyrir efnahagslegu frelsi en ekki síður baráttan fyrir því að samfélagið verði mótað að þörfum og löngunum okkar. Verkalýðsbaráttan er sú mikilvægasta í samfélaginu og saman muni stétt verkafólks heyja grundvallarbaráttuna í samfélaginu; baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og því að við öll megum njóta uppskeru vinnu okkar í sátt og samlyndi hvert með öðru. Krónutöluhækkanir en ekki prósentuhækkanir Þrjár ályktanir voru samþykktar á aðalfundi Eflingar; um styttingu vinnuvikunnar, að afnema eigi tekjutengingarkerfi almanna- tryggingakerfisins og auka sveigjanleika í starfslokum og að samið verði um krónutölu- hækkanir en ekki prósentuhækkanir. Ályktan- irnar í heild sinni má sjá á heimasíðu Eflingar www. efling.is Sigurður Bessason og Sólveig Anna Jónsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==