Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

5 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Formannsskipti Sigurður Bessason heiðraður með gullmerki Eflingar-stéttarfélags Sigurður Bessason, var heiðraður með gullmerki félagsins á aðalfundi Eflingar. Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður, afhenti honum merkið og risu fundar- menn úr sætum og tóku undir með lófataki. Sagði Sigurður að hann sóttist almennt ekki eftir orðum eða heiðurs- merkjum en að fá þetta gullmerki væri sér mikill heiður og eftirsóknarverður. Sigurður Bessason á sér langa sögu innan Eflingar-stéttarfélags og eldra félagsins Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sigurð- ur hóf störf hjá Dagsbrún árið 1988 sem starfsmaður í vinnustaðaeftirliti en hann hafði verið trúnaðarmaður á sínum vinnu- stað hjá Olíufélaginu þar sem hann vann sem bensínafgreiðslumaður. Rúmum áratug síðar höfðu félögin í Reykjavík sameinast og Sigurður tók við formennsku af Halldóri Björnssyni á árinu 2000 og var formaður félagsins síðan eða í um átján ár. Hann tók auk þess að sér ýmis önnur trún- aðarstörf fyrir verkalýðshreyfinguna. En alls nemur starfsferill hans innan verkalýðs- hreyfingarinnar um þremur áratugum sem er drjúgur hluti af starfsævi hans. Góð mæting var á aðalfund Eflingar Sigurður Bessason og Sólveig Anna Jónsdóttir ræðast við eftir fundinn Nýkjörinn formaður ávarpaði félagsmenn Sólveig Anna Jónsdóttir ásamt Sigurrós Kristinsdóttir, varaformanni félagsins

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==