Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

7 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramálin Enginn trúir því lengur að á Íslandi séu jöfn tækifæri fyrir alla og að hér sé eitthvað sérstakt réttlætis- eða velferðarsamfélag að vinda ofan af ójöfnuði og koma í veg fyrir að hann geti vaxið að nýju. Það er mikilvægt að flytja ábyrgðina af því að viðhalda stöðugleika yfir á fjármagnseigendur og valdastéttina, segir Sólveig. Okkar krafa er að þau sýni sanngirni og láti af þessari hömlu- lausu græðgi sem hefur fyrir löngu gengið algerlega fram af öllum almenningi. Þarf að hugsa stórt í húsnæðismálum Húsnæðismálin eru annað risavaxið verkefni sem Sólveig segir að verkalýðshreyfingin verði að takast á við. Ástandið á höfuðborgarsvæð- inu er einfaldlega skelfilegt fyrir fólk sem vinn- ur láglaunastörf. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að borga meira en helming ráðstöf- unartekna sinna í húsaleigu. Ég held að allir hljóti að vera sammála um að hér verður að hugsa stórt og leggja íhalds- semi til hliðar. Það græða engir aðrir en fjár- magnseigendur og braskarar á því að mark- aðslögmálin fái áfram að ráða för. Við stöndum frammi fyrir neyðarástandi og það er ekki í boði að ætla áfram að gera hlutina nákvæm- lega eins og þeir hafa verið gerðir. Hin ósýni- lega hönd markaðarins hefur leikið okkur grátt og við eigum sjálf, sem samfélag, að taka þetta verkefni í okkar hendur. Þannig hef ég horft til þess möguleika að lífeyrissjóðirnir komi að því að fjármagna lítt hagnaðardrifin leigufélög. Forgangsmál að hækka lægstu laun Sólveig segir þó að þegar upp er staðið séu krónutöluhækkanir lægstu launa forgangs- mál. Það er ekki hægt að ætlast til þess að láglaunafólk kyngi endalausu tali eins og því sem birtist með ótrúlega ósvífnum hætti í einu af myndböndum ASÍ, um að minna sé stund- um meira. Það blasir við öllum sem vilja sjá að þessi naumhyggjunálgun er notuð á mjög hræsnisfullan hátt gegn alþýðu landsins, því það er ekki hægt að benda á neinn af fulltrú- um hinna hátt settu sem lifa eftir þessu furðu- lega slagorði. Þetta opinberar í mínum huga tillitsleysið og firringuna hjá þeim sem telja sig hafa umboð til að stýra áherslum í kjarabaráttu almennings. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur átt fjölda funda með leiðtogum innan verkalýðshreyfingarinnar síðan hún tók til starfa þann 27. apríl síðastliðinn. Á þessum fundum hefur verið rætt um verkalýðsmál, jöfnuð og samfélagslegt réttlæti, stöðuna í kjarabaráttu einstakra hópa og sameigin- legar áherslur og samstarfsmöguleika innan heildarsamtaka verkalýðshreyfingarinnar. Sólveig Anna hefur fundað með mörgum formönnum aðildarfélaga ASÍ. Þá hefur hún fundað með Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins, en þar var rætt um sameiginleg hagsmunamál félaganna sem mynda sambandið og áherslur í komandi samningaviðræðum. Auk þess sem hún hefur átt nokkra fundi með Drífu Snædal fram- kvæmdastjóra SGS. Þá hefur Sólveig einnig fundað með Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ og Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra ASÍ, en þar var m.a. farið yfir áheyrnaraðild Sólveigar að miðstjórn ASÍ. Sólveig Anna hefur einnig leitast við að kynn- ast forystumönnum annarra aðildarfélaga og landssambanda ASÍ og átt góða fundi með þeim. Á öllum þessum fundum hefur nýjum formanni Eflingar gefist dýrmætt tækifæri til að mynda tengsl við aðra leiðtoga verkalýðshreyfingar- innar og stéttarfélaga og leggja grunn að áframhaldandi samstarfi í kjarabaráttu og um önnur hagsmunamál félagsmanna. Fundað með leiðtogum verkalýðshreyfingarinnar Sólveig Anna Jónsdóttir ásamt Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur, formanni AFLs starfsgreinafélags Sólveig Anna Jónsdóttir ásamt Arnari G. Hjaltalín, formanni Drífanda í Vestmannaeyjum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==