Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 110 100 90 80 70 60 50 40 45.000.000 kr. 40.000.000 kr. 35.000.000 kr. 30.000.000 kr. 25.000.000 kr. 20.000.000 kr. 15.000.000 kr. 10.000.000 kr. 5.000.000 kr. Kr. Meðalverð á íbúð í Reykjavík Kaupmáttur ráðstöfunartekna á leigumarkaði Kaupmáttur ráðstöfunartekna á húsnæðismarkaði 8 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kaup og kjör Í íslenskri verkalýðsbaráttu er mikil áhersla lögð á svokallaðan kaup- mátt launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu við getum keypt með laununum okkar. Þetta er eins og vera ber og í samræmi við nálg- un verkalýðshreyfinga í hinum vestræna heimi. En kaupmáttarhugtakið er hægt að misnota, eins og flest verkfæri. Kaupmáttur er í raun bara hversu mikið af vöru og þjónustu er hægt að kaupa með launum. Í hverjum mánuði skoða tölfræðingar verð í matvörubúðum, verð á rafmagni, húsnæðiskostnað o.s.frv., og gera meðaltal til að skoða hvernig þau hafa breyst. Þetta kallast verðbólga, því verð hækka nánast alltaf. Breytingin á ýmsum útgjaldaþáttum heimilis er svo borin saman við breytingar á launum. Útkoman er breytingin á kaupmætti launa yfir tímabilið sem um ræðir. Það er hægt að reikna kaupmátt út frá stakri vöru – t.d. hversu mörg kíló af osti eða bjórglös er hægt að kaupa fyrir klukkutíma kaup. En til að áætla almennt verðlag og breytingar á því þarf að leggja mörg vöruverð saman og gefa þeim mismunandi vægi eftir mikilvægi þeirra í útgjöldum heimila. Ef heimili verja t.d. að meðaltali 1% af árslaunum sínum í mjólk, fær mjólk 1% vægi þegar almenn vísitala neysluverðs er reiknuð. Þetta þýðir að tölfræðingar og hagfræðingar þurfa að ákveða hversu mikil- vægur hver útgjaldaliður er fyrir hvert heimili. Augljóslega skiptir verð bensíns meira máli heldur en verð kóks fyrir flest fólk. Ef kaupmáttur á að vera gagnlegur þarf hann að endurspegla þetta mismunandi mikil- vægi ansi nákvæmlega. Þetta er fyrsti staðurinn þar sem við þurfum að fara varlega, því útreikn- ingar ríkisins á verðbólgu passa ekki fyrir margt fólk. Þeir byggja jú á meðalheimili og það getur verið mjög mikill munur á hátekjuheimili og lágtekjuheimili. Til dæmis hefur vægi húsnæðisleigu, húsnæðislána eða sambærilegs kostnaðar – hækkað undanfarin átta ár úr aðeins 16% af útgjöldum meðalheimilis upp í 26% í dag. Þetta finnst mörgum væntan- lega ótrúleg tala, sérstaklega þeim sem fá greidd lágmarkslaun og þurfa að eyða miklu hærra hlutfalli af tekjum sínum í húsnæðiskostnað en 26%. Hér kemur annað vandamál í ljós: vægi þátta í verðbólguútreikningum verður að byggja á útgjöldum dæmigerðs heimilis. Í Eflingu er að finna fólk með einhverjar lægstu tekjur á landinu; fyrir okkur skiptir augljós- lega engu hvort kampavín sé orðið ódýrara. Húsnæðiskostnaður og barnagæsla skipta miklu meira máli. Samkvæmt tölfræði velferðarráðu- neytisins ætti einhleypur, fullorðinn Reykvíkingur að vera með grunn­ útgjöld upp á um 223.046 kr. fyrir utan húsnæðiskostnað. Margir félagar í Eflingu geta ekki einu sinni komist í námunda við þessa upphæð. Alger- ar nauðsynjar skipta okkur miklu meira máli. Það er líka mikilvægt að tryggja að í útreikningi kaupmáttar sé leiðrétt fyrir sköttum. Þetta er sérlega mikilvægt fyrir félaga í Eflingu þar sem skattbyrði þeirra tekjulægstu hefur aukist mikið undanfarin ár, þar sem persónuafsláttur hefur hækkað hægar en laun hafa hækkað. Með þessu móti er hægt að fá raunhæfari mynd af stöðu lágtekjufólks. Hér fyrir neðan má til dæmis sjá hvernig kaupmáttur ráðstöfunartekna á húsnæðismarkaði, hefur þróast fyrir fólk á lágmarkslaunum í Reykja- vík. Samhliða snörpum hækkunum á húsnæðis- og leiguverði síðan 1998 hefur kaupmáttur útborgaðra launa lækkað um nær 40%. Síðan 2011, þegar Þjóðskrá byrjaði að halda tölfræði um greidda húsaleigu, hefur húsaleiga hækkað um nær 80% og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra á lágmarkslaunum á leigumarkaði lækkað um nærri 15%. Af hverju finnst okkur við vera svona fátæk? Kaupmáttur í raun og veru - eftir Jamie McQuilkin í stjórn Eflingar Mynd 1 – Eftir því sem húsnæðisverð hefur hækkað hefur kaupmáttur lágmarkslauna á fast- eignamarkaði lækkað, þrátt fyrir launahækkanir að nafnvirði til. Þetta er ein ástæða þess að Efling setur baráttuna fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði á oddinn í komandi kjarasamningaviðræðum – við verðum ekki endilega ríkari með því að fá hærri laun. Í þessu tilviki virðast þau sem nota eignir sínar til að hagnast á öðrum - kapítalistarnir - geta krafsað launin okkar til baka í gegnum leigu og húsnæðislán, hagnað hjá byggingarfyrirtækjum og tekjur af Airbnb. Það er satt að sumt, t.d. flestur matur, hefur orðið ódýrari undanfarið, laun hafa hækkað en verðlag haldist tiltölulega stöðugt. Ostavísitalan lítur nokkuð vel út fyrir flest verkafólk. Þetta er oft notað til að styðja fullyrðingar um að verkafólk krefjist of mikils, að við viljum of mikið af kökunni . En góður mælikvarði á það hversu stóra sneið af kökunni við fáum er að finna í næsta stöplariti. Hagfræðingar segja að við séum að verða ríkari

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==