Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

9 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kaup og kjör Mynd 2 sýnir hlutfall launa í landsframleiðslu Íslands. Blái hlutinn á hverju ári er hluti fjármagns, t.d. í hagnaði fyrirtækja og leigutekna. Hér er hægt að sjá að verkalýðshreyfingin er enn að berjast fyrir því að endurheimta það hlutfall af vergri landsframleiðslu sem launafólk fékk á fyrsta áratug 21. aldarinnar. Við ættum líka að hafa hugfast að þetta graf segir ekkert um hvernig laun dreifast á milli manna - launuð vinna er öll launuð vinna, hvort sem um er að ræða vinnu forstjóra olíufyrirtækis á ofurlaunum eða verkamanneskju á lágmarkslaunum. Heilt á litið virðast kapítalistar og launþegar vera nokkurn veginn jafnir á Íslandi. Í öðrum þróuðum ríkjum hefur hlutfall launa almennt lækkað undanfarna áratugi samhliða því að kapítalistar hafa aukið vald sitt og stéttarfélög orðið veikburða og óskipulögð eða þeim verið tortímt af óvinum þeirra. Við verðum að berjast fyrir því að verkalýðsfélögin verði sterkari og að við heimilum ekki að laun okkar verði flutt til hinna ríkustu í þjóðfélaginu gegnum hærri leigu og hærra húsnæðisverð. Við verðum líka að vera viss um að hagfræði okkar endurspegli raunveruleikann sem við lifum og hrærumst í, eða setja spurningamerki við það hvaðan hún kemur og forðast að taka upp mælikvarða vinnuveitenda okkar og yfir- boðara um framfarir. You can see this article The Reality of Purchasing Power: The Economist say we’re getting richer. Why do we feel so poor? in English at Eflings’ webpage www.efling.is Mynd 2 – Hlutfall launa (alls launaðs starfsfólks) og fjármagns af vergri landsframleiðslu Fundur með frambjóðendum í Reykjavík Efling ásamt VR, SFR og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar héldu fund með fram- bjóðendum til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík þann 24. maí sl. Fundurinn var haldinn fyrir kosningar til að gefa félagsmönnum tækifæri á að hlýða á stefnu flokkanna í launa- og húsnæðismálum borgarinnar. Fundinum var einnig streymt af netinu en hægt er að sjá upptöku af fundinum á Facebook síðu Eflingar. Fimmtán af sextán framboðum mættu en einungis Frelsisflokk- urinn boðaði forföll. Fundarstjórar voru Sigmar Guðmundsson og Sigríður Dögg Auðunsdóttir og stýrðu þau umræðum af mikilli prýði. Allir flokkar voru sammála því að það þyrfti að hækka laun þeirra sem starfa hjá borginni, mismikið þó og eins voru allir sammála að það þyrfti að fara í aðgerðir til að stemma stigu við húsnæðisvandanum. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með nýrri borgarstjórn að störfum þar sem allir voru sammála um að breytinga væri þörf í þessum málaflokkum þó menn væru með mismunandi áherslur. Láglaunaborgin Reykjavík? 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Heimild: Sameinuðu þjóðirnar Hlutur launafólks af vergri landsframleiðslu (GDP) Hlutur hagnaðar og fjármagnstekna (áætlað)

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==