Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

NÁMSKEIÐ N4 GPS grunnnámskeið 4. febrúar, þriðjudagur Leiðbeinandi : Hilmar Már Aðalsteinsson. Kennt : Kl. 19-22 í risi FÍ, Mörkinni 6. Kennd er almenn grunnnotkun á GPS-handtækjum. Þátttakendur geta mætt með eða án eigin GPS- tækja. Í lok námskeiðs eru útiverkefni sem þátttakendur leysa í sameiningu. Verð : 10.000/13.000. Innifalið : Kennsla og verkleg æfing. N5 GPS grunnnámskeið 11. febrúar, þriðjudagur Leiðbeinandi : Hilmar Már Aðalsteinsson. Kennt : Kl. 19-22 í risi FÍ, Mörkinni 6. Sjá að ofan. N6 GPS grunnnámskeið 18. febrúar, þriðjudagur Leiðbeinandi : Hilmar Már Aðalsteinsson. Kennt : Kl. 19-22 í risi FÍ, Mörkinni 6. Sjá að ofan. N7 GPS framhaldsnámskeið 25. febrúar, þriðjudagur Leiðbeinandi : Hilmar Már Aðalsteinsson. Kennt : Kl. 19-22 í risi FÍ, Mörkinni 6. Kennd er notkun PC-forritsins Garmin BaseCamp. Hvernig senda á upplýsingar milli GPS-tækis og tölvu og hvernig GPS-gögn eru send/sótt með rafrænum hætti (í gegnum tölvupóst eða af netvafra). Mælt er með því að þátttakendur mæti með fartölvu, GPS-tæki og USB-snúru sem passar á milli. Verð : 10.000/13.000. Innifalið : Kennsla og verkleg æfing. N8 Fjallaskíðanámskeið í Bláfjöllum NÝTT 27. febrúar, fimmtudagur Leiðbeinendur : Tómas Guðbjartsson og Helgi Jóhannesson. Mæting : Kl. 18 í skála Breiðabliks í Bláfjöllum. Byrjendanámskeið í fjallaskíðun sem skiptist í fyrirlestur og verklegar æfingar. Í upphafi safnast hópurinn saman inni í skála þar sem farið verður yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga á fjallaskíðum. Síðan er haldið út í brekkur Bláfjalla og búnaðurinn reyndur með aðstoð reyndra leiðbeinenda og helstu tækniatriði fjallaskíðunar æfð. Námskeiðið tekur í heildina 4 klst. Verð : 15.000/18.000. Innifalið : Kennsla og verklegar æfingar. N9 GPS nördanámskeið 3. mars, þriðjudagur Leiðbeinandi : Hilmar Már Aðalsteinsson. Kennt : Kl. 19-22 í risi FÍ, Mörkinni 6. 22

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==