Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

NÁMSKEIÐ Kennd er ítarlegri notkun PC-forrita fyrir vinnslu á ferlum/vegpunktum fyrir GPS-tæki. Gluggað í forritin Garmin BaseCamp, Ozi Explorer og Google Earth. Mælt er með því að þátttakendur hafi haldgóða þekkingu á forritinu Garmin BaseCamp eða hafi sótt GPS-framhaldsnámskeiðið 25. febrúar. Verð : 10.000/13.000. Innifalið : Kennsla og verkleg æfing. N10 Ferðamennska og rötun 20.-22. mars. 3 dagar Leiðbeinandi : Einar Eysteinsson. Kennt : Kl. 18:30-22 föstudag og 9-17 laugardag og sunnudag í risi FÍ, Mörkinni 6. Langt helgarnámskeið þar sem kennd eru grunnatriði bæði í rötun og ferðamennsku. Á föstudag og laugardag er farið í rötun með það markmið að þátttakendur verði sjálfbjarga í notkun áttavita og korta ásamt því að öðlast grunnþekkingu á notkun GPS-tækja. Meðal annars er fjallað um kortalestur, mælikvarða, útreikning vegalengda, bauganet jarðar, áttavitastefnur og misvísun. Endað á krossaprófi. Þátttakendur þurfa að koma með áttavita, reglustiku, skriffæri, GPS-tæki og reiknivél. Á sunnudeginum er sjónum beint að ferðamennsku með það markmið að gera þátttakendur hæfari til að stunda útivist af öryggi við erfiðar aðstæður. Fjallað er um ferðahegðun, ofkælingarhættu, fatnað, ferða- og útivistarbúnað, mataræði, veðurfræði og snjóhúsa- og neyðarskýlagerð. Verð : 25.000/28.000. Innifalið : Bók um ferðamennsku og rötun, kennsla og verklegar útiæfingar. N11 Skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum 20., 22. og 27. apríl. 3 kvöld Leiðbeinendur : Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. Kennt : Kl. 18-22 í risi FÍ, Mörkinni 6. Námskeið fyrir göngufólk í skyndihjálp og viðbrögðum við óhöppum í óbyggðum. Eftir stutta upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar er lögð áhersla á viðbrögð við slysum, veikindum og ýmsum aðstæðum sem mætt geta ferðafólki fjarri byggð. Verklegar æfingar og raunhæf verkefni. Farið yfir frásagnir af slysum og viðbrögð við óhöppum rædd. Námskeiðið endar á útiæfingu þar sem þátttakendur þurfa að fást við slasaða ferðamenn. Verð : 21.000/24.000. Innifalið : Kennsla og verklegar æfingar. N12 Þverun straumvatna NÝTT 5.-7. júní. 3 dagar Leiðbeinandi : Halldór Vagn Hreinsson. Kennt : Bóklegt 5. júní kl. 19-22 í risi FÍ, Mörkinni 6 og verklegt 6.-7. júní, Tungufljóti við Geysi. Langt helgarnámskeið sem skiptist í fyrirlestra, búnaðarkynningu, umræður og verklegar æfingar. Markmiðið er að gera þátttakendur hæfari til að taka ákvarðanir við að fara yfir ár og takast á við vandamál ef þau koma upp. Nemendur fræðast um og fá reynslu í sund- og vaðtækni, hegðun straumvatns, hvað beri að varast og hvernig hægt er að koma búnaði yfir ár, ásamt því hvaða búnað er gott að hafa meðferðis. Þátttakendur þurfa að verða sér út um þurrgalla, blautvettlinga og annað hvort blautvatnsskó eða strigaskó sem henta í straumvatn. Gönguskór eru ekki æskilegir og stígvél bönnuð þar sem þau falla af við sund. Námskeiðshaldari útvegar annan búnað svo sem björgunarvesti, hjálma, kastlínur og annan námsbúnað. Verð : 31.000/34.000. Innifalið : Búnaður, kennsla og verklegar æfingar. 23

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==