Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DAGSFERÐIR Genginn er hringur, fyrst í áttina að Eskinesi þar sem gerð var tilraun til að koma upp æðavarpi í lok 19. aldar. Síðan með ströndinni framhjá Vatnagörðum og að Gálgaklettum, þar sem hugað verður að nafni klettanna og sögusögnum um aftökur sakamanna. Næst er gengið upp í hraunið eftir mörkuðum slóða að Stóra-Skyggni og aftur að Hraunsviki. Gömlu Fógetagötunni er fylgt að nokkru leyti. 1-2 klst. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. SUÐVESTURLAND D9 Úlfarsfell 1000: Gönguhátíð 14. maí, fimmtudagur Fararstjórn : Reynir Traustason. Brottför : Kl. 18 frá öllum helstu uppgönguleiðum allt í kringum fjallið. Úlfarsfellið er eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarbúa og daglega leggur fjöldi fólks leið sína á fjallið. Ferðafélag Íslands stendur nú í þriðja sinn fyrir skemmtun og vorhátíð á Úlfarsfelli og að vanda verða þjóðþekktir og rómaðir tónlistarmenn á sviðinu í skjóli Háahnúks. Þúsundir hafa lagt leið sína á vorhátíðina á toppi Úlfarsfells síðustu ár til að njóta útivistar og tónlistar í boði FÍ, Sýnar og Fjallakofans. Úlfarsfellið er auðgengið og við allra hæfi. Hátíðin er því tilvalið útivistartækifæri fyrir fjölskyldur til að ganga og gleðjast saman. Fólk getur lagt bílum og gengið á fjallið með leiðsögn frá alls fjórum stöðum: Skógræktarsvæðinu við Vesturlandsveg; vegpresti við Skarhólabraut í Mosfellsbæ; bílastæði við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal; og bílastæði við Úlfarsfellsveg í Úlfarsárdal í Reykjavík. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. SUÐURLAND D10 Hrútsfjallstindar 16. maí, laugardagur Fararstjórn : Hjalti Björnsson. Brottför : Aðfaranótt laugardags frá vegarslóða undir Hafrafelli við Svínafellsjökul. Krefjandi fjallganga í stórbrotnu umhverfi á Hrútsfjallstinda, 1875 m. Slóð Skaftafellsjökuls er fylgt, gengið upp Hafrafell og þaðan upp á jökul um Sveltiskarð. Reynt verður að toppa alla fjóra tindana eða að lágmarki tvo; Hátind, sem er hæstur og innstur séð frá þjóðvegi, og Vesturtind. 23 km. 15-17 klst. á göngu. Jöklabúnaður er nauðsynlegur. Sunnudagur til vara. Verð : 25.000/28.000. Innifalið : Fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið á einn til þrjá af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar á bls. 19. SUÐVESTURLAND D11 Örganga í Hafnarfirði: Gjárnar NÝTT 20. maí, miðvikudagur Fararstjórn : Jónatan Garðarsson. Brottför : Kl. 19 frá bílastæði þar sem Kaldárselsvegur endar skammt frá Kaldárseli. Í þessari göngu eru skoðaðar merkar náttúru- og mannvistarminjar frá þeim tíma þegar haft var í seli í Kaldárseli. Gengið er að fornum fjárhellum skammt frá Smalaskála og síðan upp á Borgarstandinn þar sem hægt er að sjá fallna fjárborg. Neðan Borgarstands eru tóftir beitarhúss og hlaðið spor yfir hraunsprungu þar sem gamla þjóðleiðin var. Gengið að neðri Kaldárbotnum þar sem Kaldá hverfur ofan í hraunsprungur og að Steinhesi, sem er merk náttúrusmíð. Farið ofan í Gjárnar, forna hrauntjörn sem myndaðist fyrir um 8.000 árum þegar eldgosið í Búrfellsgígnum var í hámarki. 1-2 klst. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 31

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==