Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DAGSFERÐIR SUÐVESTURLAND D12 Land í hættu: Reykjanesið NÝTT 24. maí, sunnudagur Fararstjórn : Tryggvi Felixson. Mæting : Kl. 13 í risi FÍ, Mörkinni 6. Grænadyngja og Trölladyngja eru brött móbergsfjöll vestan við Sogin, umlukt ungum gossprungum, háhitasvæðum og mikilli litadýrð. Svæðið er í biðflokki í rammaáætlun en virkjanaáform gera ráð fyrir orkuveri á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju. Rannsóknir hafa þegar valdið miklu raski og alvarlegum skemmdum á viðkvæmu svæði sem er að stærstum hluta innan Reykjanesfólkvangs og að nokkru leyti á náttúruminjaskrá. Ferðin byrjar á fyrirlestri í risinu fyrir ofan skrifstofur FÍ þar sem farið verður yfir fyrirliggjandi áform um virkjanir á Reykjanesskaga í máli og myndum. Síðan er ekið með rútu að Djúpavatni þaðan sem gengið er í um 5 km hring upp að Grænudyngju og um hin litríku Sog. Fræðslu- og gönguferð í boði Landverndar. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina. SUÐVESTURLAND D13 Örganga í Hafnarfirði: Kershellir og Klifsholt NÝTT 27. maí, miðvikudagur Fararstjórn : Jónatan Garðarsson. Brottför : Kl. 19 frá bílastæði þar sem Kaldárselsvegur endar skammt frá Kaldárseli. Gengið eftir vegslóða sem liggur á milli Klifsholta í áttina að Smyrlabúð og norður hina fornu Selvogsgötu þar til komið er að Kershelli. Farið er inn í hellinn sem er nokkuð rúmgóður og síðan að Kethelli þar sem Setbergssel og Hamrakotssel voru í eina tíð. Hellirinn er opinn í báða enda en honum var skipt milli seljanna með hleðslu sem ennþá mótar fyrir þó hún sé hrunin. Síðan er farið fyrir Sléttuhlíðarhorn og framhjá sumarhúsabyggðinni í Sléttuhlíð að bílastæðinu. 2-3 klst. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. SUÐURLAND D14 Hvannadalshnúkur 30. maí, laugardagur Fararstjórn : Hjalti Björnsson. Brottför : Aðfaranótt laugardags frá bílastæðinu við Sandfell. Árleg hvítasunnuferð FÍ á Hvannadalshnúk, 2110 m. Gengin er Sandfellsleið um Sandfellsheiði. Þessi fjallganga er verðug áskorun hverjum göngugarpi, enda löng, 12-15 klst., og hækkun um 2000 m. Jöklabúnaður er nauðsynlegur. Gisting á eigin vegum. Sunnudagur og mánudagur til vara. Verð : 25.000/28.000. Innifalið : Fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið á einn af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar á bls. 19. SUÐVESTURLAND D15 Afmælisgöngur á Þingvöllum: Búrfell NÝTT 7. júní, sunnudagur Fararstjórn : Pétur Ásbjörnsson og Torfi Stefán Jónsson. Brottför : Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Önnur afmælisgangan af sjö í samstarfi við þjóðgarðinn á Þingvöllum í tilefni af 90 ára afmæli þjóðgarðsins. Við stækkun þjóðgarðsins árið 2004 lenti fjallið Búrfell innan þjóðgarðsmarka. Fjallið er 32

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==