Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DAGSFERÐIR mjög einkennandi að lögun og kallast á við Búrfell í Grímsnesi. 3-4 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. VESTURLAND D16 Sumarnætur: Glymur í Hvalfirði NÝTT 12. júní, föstudagur Fararstjórn : Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Brottför : Kl. 18 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Komið til Reykjavíkur aftur ummiðnætti. Glymur er hæsti foss landsins og rennur í eitt hrikalegasta og dýpsta gil á Íslandi, beint upp af Stóragili fyrir botni Hvalfjarðar. Gilið og fossinn eru stórbrotin náttúruundur og ásamt Hvalvatninu sögusviðævintýralegrar þjóðsögu umástir, svik og illvætti. Torfarin leið á kafla, ekki fyrir lofthrædda. 5-6 km. 3 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. SUÐVESTURLAND D17 Mosfellsheiði: Borgarhólahringur NÝTT 13. júní, laugardagur Fararstjórn : Bjarki Bjarnason, Jón Svanþórsson og Margrét Sveinbjörnsdóttir. Brottför : Kl. 8 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Leiðin liggur úr Bringum upp í Borgarhóla þar sem gosdyngjan Mosfellsheiði rís hæst, 410 m. Borgarhólar eru kulnaðir eldgígar og mynda tvær stórar skeifur sem opnast til vesturs. Í börmum þeirra leynast grösugar dalskvompur. Auðvelt er að gleyma sér í fjölbreyttu landslagi hólanna, af þeim sést vítt um heiðina, til fjalla og jafnvel til hafs. Ekið er að Fólkvangnum í Bringum efst í Mosfellsdal og genginn hringur eftir Grafningsleið upp á Heiðarbrúnir í Borgarhóla og þaðan til baka eftir Guðjónsgötu niður í Bringur. 14 km. 6 klst. Fararstjórar eru höfundar nýútkominnar gönguleiðabókar um svæðið. Verð : 6.000/9.000. Innifalið : Fararstjórn. VESTURLAND D18 Kirkjustígur í Kjós: Forn þjóðleið NÝTT 14. júní, sunnudagur Fararstjórn : Edith Gunnarsdóttir og Örlygur Sigurjónsson. Brottför : Kl. 9 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Söguferð í Kjósinni. Í upphafi ferðar eru nokkrir bílar geymdir að Reynivöllum. Síðan er ekið að Fossá í Hvalfirði þaðan sem gangan hefst í fótspor forfeðra og -mæðra um Kirkjustíg sem liggur yfir Reynivallaháls. Stígurinn endar við kirkjustaðinn að Reynivöllum sem var miðstöð byggðar í Kjósinni fyrr á tíð. Uppi á hálsinum verður tekinn stuttur útúrdúr vestur á Grenshæð sem er hæsti punktur leiðarinnar í 421 m hæð. 8-10 km. 4 klst. Verð : 6.000/9.000. Innifalið : Fararstjórn. VESTURLAND D19 Hringur um Botnssúlur á sumarnóttu 16. júní, þriðjudagur Fararstjórn : Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. Brottför : Kl. 18 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Ekið í Botnsdal og gengið um nóttina á allar Botnssúlurnar. Farið upp á Vestur- og Norðursúlu og haldið austur með hlíðum ofan við Hvalvatn upp á Háusúlu. Þaðan er haldið í skarðið yfir í Súlnadal og Miðsúla 33

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==