Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DAGSFERÐIR klifin. Að lokum er Syðstasúla sigruð og gengið niður í Svartagil þar sem rútan bíður eftir göngumönnum. 24 km. 12-14 klst. Hækkun 1700 m. Ísöxi og jöklabroddar nauðsynlegur búnaður. Verð : 18.000/21.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. SUÐVESTURLAND D20 Afmælisgöngur á Þingvöllum: Leggjabrjótur NÝTT 17. júní, miðvikudagur Fararstjórn : Steinunn Leifsdóttir, Jóhann Aron Traustason og Torfi Stefán Jónsson. Brottför : Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Þriðja afmælisgangan af sjö í samstarfi við þjóðgarðinn á Þingvöllum í tilefni af 90 ára afmæli þjóðgarðsins. Gengin er forn þjóðleið frá Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði, yfir Leggjabrjót sem liggur meðfram Botnssúlum, niður Öxarárdal og að Svartagili í Þingvallasveit. Fjölbreytt landslag einkennir þessa göngu sem og útsýni yfir Hvalfjörðinn og Botnsdalinn, sem skartar Glymi, einum fallegasta fossi landsins, og Þingvelli þar sem gangan endar. 5-6 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. SUÐVESTURLAND D21 Sumarnætur: Kolviðarhóll, Marardalur, Dyradalur NÝTT 26. júní, föstudagur Fararstjórn : Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Brottför : Kl. 18 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Komið til Reykjavíkur aftur ummiðnætti. Marardalur er sérkennilegt náttúruundur norðan megin í Henglinum, lítill dalur, umlukinn á alla vegu. Þarna héldu bændur nautum sínum til beitar á öldum áður, en nafnið gefur til kynna að þar hafi einnig verið geymd hross. Farið er um slóðir ýmissa þjóðsagna sem rifjaðar verða upp í göngunni sem liggur frá Kolviðarhóli um Engidal í Marardalinn og þaðan áfram umDyradal að Nesjavallaleið þar sem rútan bíður. Lítil hækkun. 12-14 km. 5 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. SUÐURLAND D22 Jöklar hörfa: Gígjökull og Steinsholtsjökull NÝTT 27. júní, laugardagur Fararstjórn : Andri Snær Magnason og Hrafnhildur Hannesdóttir. Brottför : Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Í þessari ferð eru tveir jöklar á leiðinni inn í Þórsmörk skoðaðir með tveimur sérfræðingum. Annars vegar rithöfundinum Andra SnæMagnasyni sem hefur beint sjónum okkar á áhrifamikinn hátt að þessum mögnuðu fyrirbærum sem jöklar eru og velt fyrir sér orsökum og afleiðingum þess að nú hopa þeir hraðar en nokkru sinni í jarðlífssögunni. Og hins vegar Hrafnhildi Hannesdóttur, jöklafræðingi á Veðurstofu Íslands sem er virk í Jöklarannsóknafélagi Íslands. Sjálfboðaliðar á vegum félagsins hafa stundað mælingar á hopi og framskriði jökulsporða í áratugi og því eru til ítarleg gögn yfir þróun jökla landsins, m.a. umGígjökul í Þórsmörk sem hefur verið mældur frá árinu 1930. Ekið er áleiðis í Þórsmörk og byrjað á því að skoða ummerki eftir jökulhlaupin sem urðu í kjölfar eldsumbrota í Eyjafjallajökli þegar Gígjökull brotnaði upp og lónið fylltist af seti. Einnig verður gengið inn að Steinsholtsjökli. Mælingar á sporði hans hófust ekki fyrr en árið 2005 en hins vegar hefur dalurinn verið mikið rannsakaður vegna Steinsholtshlaupsins sem varð 1967. Fræðslu- og gönguferð í samstarfi við Jöklarannsóknafélagið í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Verð : 22.000/25.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. 34

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==