Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DEILDAFERÐIR FERÐAFÉLAG DJÚPAVOGS Heimasíða: www.djupivogur.is Fésbók: Ferðafélag Djúpavogs Netfang: olafuraki@simnet.is Streitishorn 25. apríl. Ekið frá Geysi (ráðhúsi Djúpavogs) að Hlöðuvita og gengið þaðan. Hrómundarey 9. maí. Ekið frá Geysi út í Hrómundarey. Lón 13. júní . Ekið frá Geysi og deginum eytt í Lóni. Kverkfjöll – Holuhraun 24.-26. júlí. Jeppaferð á eigin bílum. Markúsarsel 22. ágúst. Ekið inn Flugustaðadal. Víðidalur – Veturhús 12. september. Gengið úr Fossárdal og yfir í Hamarsdal. FERÐAFÉLAG FJARÐAMANNA Heimasíða: www.ferdafelag.is Netfang: ffau@simnet.is Ekkert gjald er í ferðir félagsins nema annað sé tekið fram. Hátíðarganga út í Páskahelli í Norðfirði 12. apríl, páskadagur, kl 6 við Norðfjarðarvita á Bakkabökkum. Mun sólin dansa þessa páska? Upprifjun á sögnum. Fararstjórn: Laufey Þóra Sveinsdóttir. Fuglatalning og fuglaskoðun 9. maí, kl. 9 við Leiruna í Norðfirði og kl. 10 við Andapollinn á Reyðarfirði. Samvinnuferð með Náttúrustofu Austurlands á leirum Reyðarfjarðar og Norðfjarðar. Sérfræðingar stjórna talningu og koma með „fuglaskóp“ fyrir þátttakendur. Bæjarrölt á Eskifirði 23. maí, kl. 10 við Gömlubúð. Blandað er saman fróðleik, léttri göngu og skemmtun. Fararstjórn: Þórhallur Þorvaldsson. Kvöldganga – Hólatjarnir 11. júní, kl. 19 við Naumamel. Ganga fyrir alla fjölskylduna. Fararstjórn: Laufey Þóra Sveinsdóttir. 85

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==