Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DEILDAFERÐIR Göngu- og gleðivikan: Á fætur í Fjarðabyggð 20.-27. júní. Nánar auglýst síðar. Stuðlaheiði 25. júlí, kl. 10 á bílastæðinu við Fáskrúðsfjarðargöngin í Fáskrúðsfirði og sameinast í bíla. Gengið yfir Stuðlaheiði frá Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar. Fararstjórn: Kristinn Þorsteinsson. Neistaflugsganga 2. ágúst, kl. 10 við Grænanes. Fjölskylduganga í tengslum við Neistaflug, fjölskylduhátíðina. Gengið út á Hellisfjarðarmúla með viðkomu á Lolla. Fararstjórn: Benedikt Sigurjónsson. Kvöldganga á Kotfell 13. ágúst, kl. 19 við Áreyjar í Reyðarfirði. Fararstjórn: Þóroddur Helgason. Ganga í Skógdal 15. ágúst, kl. 10 rétt innan við brúna yfir Stuðlaá. Ganga í Skógdal í Reyðarfirði, gengið inn Skógdal og út Seldal. Fararstjórn: Anna Berg Samúelsdóttir. Hjólaferð 29. ágúst, kl. 10 við Fáskrúðsfjarðargöng í Reyðarfirði. Hjólað út Reyðarfjörð til Fáskrúðsfjarðar. Um65 km. Hringur í Reyðarfirði 5. september, kl. 10 við Þernunes í Reyðarfirði. Gengið upp með Selá í Örnólfsskarð. Síðan er haldið á Grákoll, út á Kerlingarfjall, um Skildingaskarð á Hafranesfell og þaðan niður og hringnum lokað. Fararstjórn: Kristinn Þorsteinsson. www.snaefellsjokull.is 86

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==