Kylfingur 2019

30 I KYLFINGUR I Svipmyndir frá Íslandsmótinu í golfi 2019 – myndir seth@golf.is Golfboxið Á Íslandsmótinu í golfi 2019 var Golfbox tölvukerfið notað til þess að halda utan um skor keppenda. Um tilraunaverkefni var að ræða en á næsta ári mun Golfbox koma í stað þess kerfis sem notað hefur verið á golf.is allt frá árinu 2000. Búið er að prufu­ keyra Golfbox viðmótið á nokkrum mótum í sumar með góðum árangri. Á Íslandsmótinu í Grafarholti sáu keppendur eða aðstoðar­ menn þeirra um að skrá skor ráshópsins inn í Golfbox-kerfið. Það var gert í gegnum síma og tókst verkefnið afar vel og mikil ánægja var með útkomuna hjá keppendum og áhorfendum. Í Golfbox-kerfinu er gríðarlega mikið af upplýsingum og tölfræði sem kerfið reiknar sjálfkrafa út. Þar má nefna tölfræði yfir högg að meðaltali á par 3, 4 og 5 holum. Íslandsmeistararnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmund­ ur Ágúst Kristjánsson voru alltaf á meðal topp 15 efstu á þessum listum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==