Kylfingur 2019

I KYLFINGUR I 31 Guðmundur náði þeim stóra í elleftu tilraun Íslandsmótið 2019 var það ellefta á ferlinum hjá Guðmundi Ágústi Kristjánssyni. Hann keppti fyrst árið 2009 á Grafarholtsvellinum þá 17 ára gamall en Guðmundur Ágúst er fæddur í október árið 1992. Guðmundur Ágúst byrjaði ekkert sérstaklega vel á Íslandsmótinu í golfi 2019. Hann lék fyrsta hringinn á 72 höggum eða +1. Annan hringinn á 68 -3. Hann var fjórum höggum á eftir Andra Þór Björnssyni úr GR þegar keppni var hálfnuð. Á þriðja keppnisdegi lagði Guðmundur Ágúst línurnar að sigri er hann lék svo aftur á 68 höggum eða -3. Hann var því samtals á -5 og tveimur höggum betri en Andri Þór og þremur höggum betri en þrír kylfingar sem voru á -2 samtals eftir 54 holur. Á lokahringnum léku GR-ingarnir og æskufél­ agarnir Guðmundur Ágúst, Andri Þór og Arnar Snær Hákonarson saman í loka­ ráshópnum. Stemningin var létt hjá þeim félögum og um tíma leit út fyrir að þeir væru „bara“ að leika sér í „Grabbanum“ eins og þeir gerðu á árum áður þegar þeir voru unglingar. Til marks um það þá gat Guðmundur Ágúst varla púttað örstuttu pútti ofan í holuna á 9. flöt eftir að Arnar Snær hafði látið einn góðan brandara flakka skömmu áður. „Arnar Snær mölbraut alla spennuna í ráshópnum strax á fyrsta teig með ein­ hverjum fíflalátum eins og honum einum er lagið. Eftir það var stemningin bara létt og skemmtileg þegar mest á reyndi. Þessi titill skiptir mig miklu máli og það var sérstaklega ljúft að ná að vinna stóra titilinn hér á heimavellinum í Grafarholti. Þetta er staður sem skiptir mig miklu máli. Þetta er titill sem allir vilja vinna og ég hefði líklega aldrei getað hætt í golfi fyrr en þessi titill væri kominn í hús,“ sagði Guðmundur Ágúst Kristjánsson við golf.is eftir að Íslandsmótinu lauk. Hann var spurður að því hver skýringin væri á góðum árangri hans á þessu ári en Guðmundur Ágúst hefur tryggt sér keppnisrétt á Áskor­ endamótaröðinni og sigrað á þremur mótum á Nordic Tour atvinnumóta­ röðinni. „Mikil vinna á undanförnum misserum með rétta fólkinu er að skila sér núna. Ég hef fengið nýjar áskoranir frá þjálfaranum mínum Arnari Má Ólafssyni og að sama skapi hef ég sett fram nýjar áskoranir fyrir Arnar Má,“ sagði Guðmundur Ágúst. Guðmundur Ágúst endaði í 6. sæti á sínu fyrsta Íslandsmóti árið 2009 og var það næstbesti árangur hans á Íslandsmótinu allt fram að mótinu í ár. Guðmundur endaði í fimmta sæti í tvígang, 2013 og 20017, áður en hann landaði þeim stóra á Grafarholtsvelli 2019. Að meðaltali hefur Guðmundur Ágúst verið í kringum 10. sæti. Meðalskor hans á 4 hringjum á 11 Íslandsmótum frá árinu 2009 er 71,95 högg. seth@golf.is

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==