Kylfingur 2019

32 I KYLFINGUR I Sand Valley Golf Resort er nýr samstarfsaðili Golfklúbbs Reykjavíkur í Póllandi og ætlar að bjóða félagsmönnum upp á sérkjör á „Stay & Play“ pökkum hjá sér á árunum 2020- 2021. Sand Valley Golf Resort var tilnefndur af Golf World Magazine sem besti golfvöllur Póllands og númer 78 í röð­ inni yfir bestu golfvelli Evrópu árið 2019. Golfvöllurinn Golfvöllurinn liggur í ca. 45 mínútna fjarlægð frá Gdansk og er 18 holu völlur (par 72) sem nær yfir 80 hektara land í sveitum Póllands. Á vellinum hefur Lotos Polish Open (atvinnumóta­ röð) verið haldið í tvígang, árið 2013 og 2014. Á svæðinu er einnig að finna glæsilegt klúbbhús, 6 holu (par 3) æfingavöll, æfinga­ svæði með 20 yfirbyggð­ um básum og stórt pútt­ svæði til æfinga. Tilander Golf Design hannaði völlinn í samvinnu við Tony Ristola sem hefur hannað velli bæði í Banda­ ríkjunum og Evrópu. Völlurinn er hannaður sem strandarvöllur en inni í landi (e. Inland links) sem gefur honum mikla sérstöðu. Kylfingar geta búist við að spila 18 eftirminnilegar holur þegar leikið er á Sand Valley. Aðstaða Sand Valley svæðið er útbúið litlum villum sem hýsa allt frá 6–12 manns. Hverri villu fylgir sauna, fullbúið eldhús og frítt wifi, stærri húsunum fylgir einnig einkasundlaug. „Stay & Nýr kostur fyrir félagsmenn í Póllandi Sand Valley Golf Resort

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==