Kylfingur 2019

40 I KYLFINGUR I talað við Íslendinga sem höfðu notað tyrknesku ferðaskrif­ stofuna þá ákváðum við að taka þeirra tilboði (http://www. bilyanagolf.com ). Þá var það flugið, ekkert beint flug í boði, við könnuðum flug frá ýmsum borgum til Antayla. Eftir þessa athugun varð niðurstaðan að best væri að fljúga til Gatwick og þaðan með Easy Jet beint til Antalya þar sem flest önnur flug voru með millilendingu í Istanbul. Þegar búið var að pússla þessu saman, leit þetta nokkuð vel út verðlega miðað við tvær vikur, allt innifalið og 10 hringir af golfi. Við höfðum valið að vera á Sueno hótelunum, þar eru tvö fimm stjörnu hótel og tveir golfvellir Pine og Dunes. Fyrri vikuna vorum við á Sueno Golf Belek og seinni á Sueno Golf DeLuxe hótelinu. Og hefst þá ferðasagan, við lögðum af stað þann 4. október með hefðbundnu eldsnemmaflugi með Icelandair og vorum með biðtíma í Gatwick um 3,5 klukkutíma, nægur tími til að tékka sig inn, tær snilld hjá Easy Jet hvernig það er gert, fá sér vel að borða og vera klár í seinna flug án neinna hlaupa. Allt gekk þetta vel og við lentum á áætlun í Antalya um 21.55. Þegar við komu út úr flughöfninni beið okkar smárúta og tók ferðalagið á hótelið um 45 mínútur. Móttakan á hótelinu var frábær, boðið upp á freyðivín og snack, barinn opin og hægt að fá sér að borða milli klukkan 23.30 og 01.00 (mið­ nætursnack) þannig að engin fór svangur eða þyrstur að sofa. Þegar komið var upp á herbergin vorum við mjög ánægð hvað þau voru stór og enn ánægðari um morguninn þegar við sáum útsýnið af stórum svölum sem var yfir fjórar flatir vallanna sem við áttum að spila. Daginn eftir að við komum höfðum við ákveðið að taka Sueno Golf Belek hótel Titanic 18. hola

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==