Kylfingur 2019

I KYLFINGUR I 41 rólega, ekkert golf, enda komum við mjög seint á staðinn eftir langt ferðalag. Við notuðum daginn í að skoða okkur um, finna bestu barina og annað sem skiptir máli þegar maður kemur á nýjan stað. Á öðrum degi vorum við komin á teig og keppni dagsins var Píur á móti Peyjum, við spiluðum Pines völlinn sem er lengri og par 72, við peyjarnir völdum að spila þá teiga sem voru næst Grafarholtinu á gulum teigum, en Píurnar spiluðu á rauðum sem eru 400 metrum lengri en sömu teigar heima. En forgjöfin reddaði því. Þessi völlur er frekar erfiður, brautirnar eru svipaðar og á links velli en loðnari, þannig að mjög oft er verið að slá í halla. Dunes völlurinn er par 69 og því styttri og skemmtilegri fyrir okkur skollagolfarana +. Við spiluðum hann tvisvar og höfðum gaman af. Við spiluðum einnig völl sem var í stuttri fjarlægð frá hót­ elinu, sem heitir Titanic og var hann líkastur því sem við erum vön á Spáni, þar eru 27 holur og við getum mælt með þessum velli fyrir alla. Það verður að segjast að allt viðmót, aðstaða, matur og flest það sem maður notar í svona ferð var til fyrirmyndar. Þarna voru tvö stór hótel , hvort með sínu sniði. Suneo Golf hótelið er töluvert minna og gestir þar lang flestir golfarar, sem sagt rólegra. Suneo Deluxe er mun stærra og þar er ströndin beint niður af hótelinu, stórar sundlaugar, þar er meira blandað, golfarar og fjölskyldur með börn og meira við að vera. Gestirnir geta nýtt sér aðstöðu á báðum hótelum eins og þeir vilja, bæði mat og aðra þjónustu. Smárúta keyrir stanslaust á milli og létt að ganga, ca. 8 til 10 mínútur eftir því hvort maður var að fara í mat eða að koma tilbaka. Við tókum eina ferð niður í Belek og upplifðum skemmti­ legt atvik þegar leigubílarnir stoppuðu á götuhorni við verslun og tveir menn komu út og buðu okkur velkomin, þeir voru með samning við bílstjórana að keyra túristana að búðinni þeirra og þeir greiddu bílinn. Reyndar fín búð með fullt af frambærilegum fatnaði og á fínum verðum. Það er nú reyndar ekki mikið annað að sjá í Belek, en búðir og veitingahús. Einn af peyjum veiktist á fjórða degi og eftir nokkra daga án þess að skána ákváðum við að fá lækni, hann kom og niðurstaðan var að fara á sjúkrahús þar sem félaginn var í eina nótt. Þetta var ákveðin upplifun og verðum við að segja að allt þetta ferli hafi verið traustvekjandi og fagmannlega að hlutum staðið. Gott er að tilkynna strax til tryggingafélags eða kortafyrirtækisins þannig að allt sé eftir bókinni. Fél­ aginn hresstist ekki fyrr en eftir heimkomu og var það miður og setti sinn svip á ferðina. En að öðru leyti mjög ánægjuleg ferð. Þá var komið að heimkomu, við fórum með Easy Jet til Gatwick, seint að kvöldi og komum þangað um kl. 02.00 um nótt. Heimflugið var ekki fyrr en 13.00, þannig að biðin var ansi löng, ef við værum að fara aftur (sem við gerum trúlega) myndum við frekar stoppa í London einn til tvo daga og gera eitthvað skemmtilegt úr því, t.d. leikhús eða annað. Í huga ritara er ekki spurning að fara aftur til Tyrklands og leika sér, klárlega, þótt síðar verði. Filippus Gunnar Árnason. Þetta skilti hékk upp á vegg í klúbbhúsinu og þar sést að GR-ingurinn Heimir Karlsson hafi farið holu í höggi 2009. Pines 13. hola

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==