Kylfingur 2019

I KYLFINGUR I 7 Ég er frá Wales, fæddur þar í nóvember 1972. Ég bjó í Wales til 5 ára aldurs. Þá flutti ég til London, þar sem faðir minn þurfti að flytja vegna vinnu sinnar. Ég flutti aftur til Wales 9 ára. Var þar í eitt ár og svo aftur til Surrey, sem er innan við 20 km frá miðborg London. Ég er giftur íslenskri konu, Önnu Heiðu Jóns­ dóttur Farley og við eigum 3 börn. Hvað kom til að þú fluttist til Íslands? Við fluttum til suðurstrandar Eng­ lands þar sem ég var vallarstjóri á golfvelli. Fyrst bjó ég þar einn í ár og svo kom fjölskyldan til mín og við vorum þar í önnur þrjú ár. Á þeim tímapunkti var orðið ljóst að fjölskyldan undi sér ekki nægilega vel þar. Enska var töluð á heimilinu og börnin skildu ekki íslensku þegar þau hittu ömmu sína og afa. Svo við ákváðum að Anna færi til Íslands með krakkana í eitt ár. En eftir um hálft ár var mér orðið ljóst að ég yrði að vera hjá fjölskyldunni. Ég sagði því upp vinnunni og flutti til Íslands með engar áætlanir um frekari vinnu við golfvelli. Ég hafði unnið við þetta í 26 ár og ég leit svo á að nú væri kominn tími á breytingar. Anna er frá Drangsnesi við Steingrímsfjörð og þar bjuggum við. Ég fór að vinna í fiski og líkaði það vel. Ekkert stress fylgdi þessu, en þetta er illa borguð erfiðis­ vinna. Eftir um 7 mánuði þarna var Anna komin að þeirri niðurstöðu að hún vildi búa áfram á Íslandi. Ég benti á að eina leiðin til þess að framfleyta okkur væri að flytja til Reykjavíkur og þá lá beinast við að leita sér að vinnu í golfvallabransanum. Frændi Önnu er vallarstjóri á Selfossi (Hlynur Geir). Ég sendi honum starfsferilskrá og hann kom henni áfram til golfklúbbanna á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins tveimur dögum seinna hafði golfklúbburinn Keilir samband. Það var Bjarni Hannes­ son. Ólafur framkvæmdastjóri var í fríi og áður en við gátum sest niður og talað saman var Birkir Már Birgisson vallarstjóri í Grafarholti búinn að hafa samband og boða mig í starfsviðtal. Ég hitti hann 20 mínútum seinna og fjór­ um klukkustundum síðar var ég kom­ Hver er? Darren Farley

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==