Kylfingur 2019

8 I KYLFINGUR I inn með starfssamning í hendur. Ég var á Korpunni í tvö og hálft ár og þá var mér boðið starf vallarstjóra á Grafar­ holtsvelli þegar Birkir Már hætti. Þar hef ég verið síðan í janúar 2017. Hvað kom til að þú fórst að vinna við golfvelli? Ég var að vinna við garðyrkjustörf og við landmótun (landscape gardener) þegar kreppa skall á upp úr 1990. Ég missti vinnuna og var að leita að starfi. Amma mín sá um reikningshald fyrir mann sem þekkti annan mann sem var vallarstjóri í golfklúbbi í nágrenninu. Á þessu tíma hafði ég engan áhuga á golfi og hafði alls ekki í hyggju að fara vinna á golfvelli. En þetta voru erfiðir tímar og ekki margt í boði til þess að vinna við. Ég fór því og gerði þriggja mánaða starfssamning við golfklúbb­ inn. Það fór að rofa til í efnahagsmálum og mér var boðin áframhaldandi vinna við golfvöllinn. Hlutirnir undu svo upp á sig og mér voru falin veigameiri verk­ efni. Ég hafði ekki aflað mér neinnar menntunar varðandi umhirðu golf­ valla. Ég vann þarna í tvö og hálft ár. Vinnufélagi minn fór að vinna hjá stærri golfklúbbi í nágrenninu og kvaddi mig með þeim orðum að hann myndi hafa samband við mig ef eitt­ hvað byðist þar fyrir mig. Ég gerði mér ekki miklar vonir því þetta var virtur golfklúbbur. En aðeins þremur eða fjórum mánuðum seinna hringdi hann í mig og sagði að það vantaði starfs­ mann. Þetta var gjörólíkt umhverfi. Ég fór í starfsviðtal og þeir sögðu að því loknu að ég myndi heyra frá þeim hvað yrði. En þeir bættu því við að ef ég fengi starfið þá yrði ég annað hvort að raka mig eða safna almennilegu skeggi. Og losa mig við eyrnalokkana. Það var síðan haft samband við mig um það bil viku síðar og þeir boðuðu mig í annað viðtal. Þar var nefnd launatala og mér fannst ég hafa unnið í lottóinu, því með þessu væru launin mín að tvö­ faldast. Þetta er stór klúbbur með um 15.000 meðlimi, buðu reyndar upp á ýmsar íþróttir og afþreyingu. Starfinu fylgdu skilyrði um að ég yrði samhliða því að afla mér menntunar á sviði golfvallarumhirðu. Ég byrjaði í maí og í september hófst námið hjá mér. Ég vissi ekki á þessum tíma að þarna væri upphafið að starfsferlinum. En áhuginn jókst, launin voru fín og vinnutíminn hentaði vel. Mæta snemma að morgni og vera búinn í vinnunni snemma dags. Ég blómstraði í þessu starfi og vann þarna sem aðstoðarmaður í 7-8 ár. Þá bauðst mér staða aðstoðarvallarstjóra, sem ég þáði og starfaði sem slíkur í 3 ár. Þá bauðst mér vallarstjórastaða. Stjórinn var að fara á eftirlaun, en hann sagði mér að ef ég hefði áhuga á starfinu yrði ég að fara aftur í skóla og bæta stjórnunarnámi við það sem ég hafði lært áður. Ég fór í námið og lauk því en þegar kom að því að gamli stjór­ inn hætti, þá höfðu orðið eigendaskipti á klúbbnum, bandarískir aðilar höfðu tekið við. Það urðu miklar breytingar á stjórnunarteyminu og þessir nýju eigendur vildu fá sinn mann inn til þess að taka við vallarstjórastarfinu. Ég vann með honum í 18 mánuði, en hann var á sama aldri og ég og því ekki miklar líkur á að ég færi í starfið hans. Ég réði mig því sem vallarstjóra hjá golfklúbbi á suðurströndinni. Það reyndist ekki henta fjölskyldunni neitt sérstaklega vel að búa þar. Starfið var hins vegar gott og ég var þar í fjögur ár. Og síðan fluttum við til Íslands. Nú ertu vallarstjóri á Grafarholts­ velli. Hverjir eru helstu kostir og gallar vallarins? Helstu kostirnir eru vallarstæðið og umhverfið, sem er alveg stórkostlegt. Möguleikarnir eru mjög miklir, en í dag er Grafarholtið svolítið þreytt. Völl­ urinn er kominn til ára sinna og það þarf að hressa hann svolítið við. Veita klúbbmeðlimum það sem þeir vilja. Ég held ekki að það sé mikill áhugi á því að breyta skipulagi vallarins. Fólk vill halda í karakter vallarins. Þetta er rótgróinn völlur og einn af þeim elstu á Íslandi. Of miklar breytingar gætu skemmt fyrir. Ef við getum náð tökum á frostlyftingunni og bætt flatirnar þannig að gæði þeirra séu stöðugri, þá er mikið unnið. Fjöldi fólks nýtur þess að leika golf á vellinum sama í hvaða ástandi völlurinn er. Það er samt mikið happdrætti hvernig völlurinn kemur undan vetri hverju sinni. Völlurinn getur verið í frábæru standi allt sum­ Darren kvæntist Önnu Heiðu Jónsdóttur 26. júlí 2003. Brúðkaupið fór fram í Önnu­ lundi rétt fyrir utan Drangsnes við Stein­ grímsfjörð. „Við þurfum að gera áætlun um endurbætur á flötum vallarins. Taka nokkur ár í að gera allar flatir sambærilegar“

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==