Kylfingur 2019

74 I KYLFINGUR I Áfram verður hægt að nýta frí­ stundastyrk sveitarfélaga við greiðslu 6–18 ára á komandi ári og verður gjaldskrá þess aldurshóps þessi: Heilsársæfingar, kr. 46.200 Hálfsársæfingar, kr. 26.775 Sumaræfingar, kr. 17.010 Á árinu varð 1% aukning í leiknum hringjum á völlum GR frá fyrra ári og má það gott vera miðað við veðurfar. Áberandi mikil aukning varð í leiknum hringjum á 9 holum Korpunnar: Korpa 9 holur – 33.938 hringir samanborið við 29.826 á árinu 2017. Korpa 18 holur – 31.044 hringir samanborið við 30.187 á árinu 2017. Grafarholt – 28.280 hringir samanborið við 32.780 á árinu 2017. Fækkun var í leiknum hringjum á vinavöllum félagsins en ætla má að veðurfar hafi spilað þar stóran þátt og kylfingar heldur sótt í heimahagana af þeim ástæðum. Formaður félagsins fór yfir helstu atriði í stefnu GR og að unnið verði áfram að þeim atriðum sem stefnt hefur verið að og má þar helst nefna þetta: Heilsárstaðstaða til golfiðkunar. Golfvellir félagsins verði endur­ nýjaðir. Móta- og félagsstarf hjá GR miði að því að bjóða upp á eitthvað fyrir alla. GR-bragur einkennist af „klúbba­ stemmningu“. Þjónusta við félagsmenn sé til fyrirmyndar. Þessi atriði voru niðurstaða þeirrar stefnumótunarvinnu sem átti sér stað hjá klúbbnum á árinu 2017 og er markmið stjórnar að framfylgja þeim. Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar Ólafi Arinbirni fundarstjóra fyrir faglega og góða fundarstjórn og félagsmönnum fyrir sína þátttöku. Stjórn, framkvæmdarstjóri og starfs­ fólk klúbbsins þakkar félagsmönnum fyrir gott starfsár. Ragnar Baldursson gaf ekki kost á sér eftir 11 ára stjórnarsetu og var hann kvaddur með blómum og góðum kveðjum. LIÐAKEPPNI GR Liðakeppni GR stóð yfir frá því í upphafi sumarsins og lauk með úrslitaleik föstudaginn 6. september. Umfang keppninnar hefur aukist frá ári til árs og nú hófu 20 lið keppni. Keppt var í fjórum riðlum, með fimm liðum hver riðli, þar sem öll liðin mættust inn­ byrðis í hverjum riðli. Tvö efstu lið í hverjum riðli komust áfram í útsláttarkeppni. Þessi átta lið léku síðan í útsláttarkeppni. Í undanúrslit komust liðin naloH (Lói), Minkurinn, Nafnlausa golf­ félagið og Fore B. Til úrslita í ár léku Fore B og naloH. Úrslitaleikurinn var jafn og spennandi og lauk með sigri naloH sem fékk fjóra vinninga á móti þremur vinningum Fore B. Við óskum liðameisturum GR 2019 til hamingju með titilinn! naloH liðameistari Kristján Ólafsson fyrirliði tekur við sigurverðlaununum fyrir hönd naloH.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==