Landstólpi, vélabæklingur 2021

Verð miða við gengi EUR 148 Miðað er við grunngerð vélar án aukabúnaðar nema annað sé tekið fram. Við hjá Landstólpa skynjumaukinn áhuga bænda á því að velta fyrir sér heyverkun í stæðum sem sennilega er algengasta aðferð á heimsvísu til geymslu á gróffóðri fyrir nautgripi. Við fylgjumst mjög vel með þróun stæðugerðar í öðrum Evrópu ríkjum og útbúnaði tengdum henni til yfirbreiðslu síðustu ár. Allir vita sem reynt hafa að það kostar mikla vinnu að breiða plast yfir votheysstæðu og ganga frá henni. Einhverjir hafa jafnvel orðað það svo að þeir eigi allt í einu enga vini í lok stæðugerðar en sem betur fer skili vinirnir sér aftur þegar fari að væta! Stæðugerð á sér langa sögu bæði hér heima og erlendis og frumraun greinarhöfundar á þessu sviði var upp úr árinu 1980. Í minningunni er upplifunin sú að hafa verið geymdur vikum saman við að troða vothey í flatgryfju í díselbrælu á Ford 4000. Þetta var samt reynsla til að byggja á og sá er þetta skrifar hefur haft mikinn áhuga á stæðugerð allar götur síðan þá. Stæðugerðin hefur að sjálfsögðu þróast mjög mikið undanfarna áratugi og má helst nefna að nú er sett í stæður mun þurrefnisríkara gróffóður en áður tíðkaðist. Þannig má segja að nú sé verið að fást við sambærilegt þurrefnisinnihald í rúllum og stæðugerð, það er að segja 35-50% þurrefni. Í stæðugerð eru nokkur lykilatriði sem ber að hafa í huga. Þar skal helst nefna söxunina, íblöndunarefnin til að tryggja rétta gerjun, troðslu og síðast en ekki síst frágang stæðunnar með tilliti til loftþéttni. Ágæti bóndi! UM FÓÐUR Í STÆÐUM OG STÆÐUGERÐ Easy Silage - Heimasíða Easy Silage - Youtube

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==