Landstólpi, vélabæklingur 2021

*Verð gildir ef pantað er fyrir 21. janúar 2022. Öll verð eru birt án vsk. Einfalt dæmi fyrir útreikninga á kostnaði við uppbyggingu á stæðuveggjum og yfirbreiðslubúnaði Sérlega áhugavert er að fylgjast með gangi mála og þróun varðandi fráganginn. Notaður er þykkur margnota plastdúkur (900 g/m²) með áföstum plastpulsum fylltummeð saltpækli til fergingar og loftþéttni. Saltið kemur í veg fyrir að vatnið frjósi. Dúknumer vafið á járntromlu eftir því semgjöfumúr stæðunni vindur fram og þrýstist þá pækillinn í tank sem tryggir að nægilegur þrýstingur sé alltaf á pulsunum. Þessi búnaður hefur verið þróaður undanfarinn áratug. Hann er orðinn almenn markaðsvara og einn slíkur er uppsettur hjá okkur. Búnaðurinn er nokkuð dýr og því þarf að huga að mörgum atriðum áður en lagt er í slíka fjárfestingu. Talað hefur verið um það erlendis að með þessari nýjung sé skynsamlegast að heyja með svokölluðum „lasagne style“, það er að segja að opna stæðuna nokkrum sinnum til áfyllingar og fá þannig þverskurð af öllu kúafóðrinu í sama þversnið hennar. Þannig nýtist fjárfestingin best og tryggt er að breytileiki sé sem allra minnstur í fóðri kúnna. Að mörgu er að hyggja fyrir bændur sem hafa hug á að fjárfesta í stæðuveggjum og búnaði honum tengdum. Ég nefni nokkra þætti: • Hversu hátt hlutfall heyskaparins á að taka í stæður? Erlendis er talað um LSU (Live Stock Unit) en það er raunverulega sambærilegt og þegar áður fyrr var talað hér um kýrfóður. • Hversu breið og hversu há á stæða að vera? Helst þarf að gefa 1,0 metra af þversniði hennar vikulega til að tryggja gæði fóðursins. • Á að hafa geldneytahey ofan á því sem hugsað er fyrir mjólkurkýr? • Á að vera ein stæða eða fleiri? Ef stæður eru fleiri þarf að vera sama breidd á þeim ef nota á sama yfirbreiðslubúnaðinn. Lesandi góður. Vonandi vekur greinarkornið frekari spurningar en til þess var leikurinn einmitt gerður að bændur velti stæðum fyrir sér sem framtíðarkosti til geymslu gróffóðurs. Arnar Bjarni Eiríksson, forstjóri Landstólpa Forsendur: · Eitt kýrfóður (kýf.) m.v. 40 vikna gjafatíma 13,5 m³ · Hálft kýf. Kvígur 3-24 mánaða 6,75 m³ · Gróffóðurþörf á 60 kúa búi með 50 kvígum 3-24 mán. og 10 törfum 90 kýf. x 13,5 m³ 1.200 m³* · Gjafahraði stæðu til að tryggja hámarks gæði 1,0 m @ viku x 40 vikur = 40 m löng gryfja. · Stærð gryfju 1.200 m³ = 40 m lengd x 15 m breidd x 2 m á hæð. *Reiknað er með að því gróffóðri sem vantar upp á meira en 40 vikna gjafatíma sé aflað með öðrum hætti til þess að ein gryfja nægi búinu og nægur tími gefist til gróffóðuröflunarinnar og stæðan nái fullri gerjun áður en gjafir hefjist að hausti. ATH. Ekki er innifalin jarðvinna né niðursetning stæðuveggeininga né akstur frá höfn. Ekki eru innifalin niðurföll eða steypt gólf í stæðu en auðvelt er að vera án þess kjósi menn það. Landstólpi tekur að sér með sérhæfðum tækjabúnaði að koma fyrir stæðuveggjunum og ganga frá þeim tilbúnum til notkunar og jafnframt alla jarðvinnu ef óskað er og eða hafa yfirumsjón með framkvæmdinni. Verð: · 2 x 40 metrar af 2 metra háum veggjum komnir á næstu strandsiglingahöfn kr. 5.600.000. · Easy Silage yfirbreiðslubúnaður sjálfkeyrandi með 25 m³ saltpækiltank án uppsetningar kr. 14.500.000.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==