Landstólpi, vélabæklingur 2021

Verð miða við gengi EUR 148 Miðað er við grunngerð vélar án aukabúnaðar nema annað sé tekið fram. Með útgáfu þessa bæklings viljum við hjá Landstólpa kynna fyrir ykkur það sem við höfum upp á að bjóða í vélum og tækjum. Okkar stefna er að bjóða upp á gæðavörumerki sem hafa sannað sig hvað varðar áreiðanleika og endingu. Mörg þeirra hafa þegar fengið gott orðspor hér á landi og ber þar fyrst að nefna McHale sem flestir þekkja. Fast á hæla þeirra fylgja svo framleiðendur á borð við HiSpec, Giant og Storth sem reynst hafa einkar vel. Einnig erum við með önnur merki sem eru hátt skrifuð erlendis og eru að byrja sinn feril hérlendis með miklum ágætum. Við höfum ekki farið varhluta af umræðum um hækkandi áburðarverð. Með þessum hækkunum þarf að horfa til fleiri lausna í nýtingu lífræns áburðar auk þess sem að tækifæri liggja í nákvæmari dreifingu þess ólífræna. Okkar lausnir liggja meðal annars í slöngubúnaði en með slíkum lausnum má ná allt að 10% betri nýtingu köfnunarefnis úr búfjáráburði. Við bjóðum upp á búnað frá Storth sem hægt er að panta á nánast hvaða haugsugu sem er. Auk þess er í boði að fá fullkomið slöngukerfi frá haughúsi og út á tún. Hvað varðar betri nýtingu á þeim ólífræna þá má ná fram talsvert betri nýtingu með áburðardreifingu með vigtardreifurum frá Sulky og jafnvel bæta um betur með GPS dreifingu. Þannig er þess gætt að áburðurinn fari í réttu magni á þá staði sem honum eru ætlaðir. Einnig má þess geta að Sulky leggja mikinn metnað í að hanna sína dreifara þannig að niðurbrot á áburði sé sem allra minnst. Þannig næst einnig fram sparnaður sem vegur upp á móti téðum hækkunum. Líkt og í fyrra erum við með áramótatilboð og gilda þau fram til 21.janúar 2022. Það má nefna að þessi tilboð eru ekki eingöngu bundin við vörurnar í bæklingnum þar sem úrvalið hjá framleiðendunum er yfirleitt meira en það sem hér kemur fram og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Neðst á hverri blaðsíðu eru QR-kóðar sem vísa annars vegar á heimasíðu og hins vegar Youtube-síðu framleiðanda. Þar má nálgast upplýsingar um allt það sem framleiðendur okkar hafa upp á að bjóða. Vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á hinum ýmsu hráefnum og íhlutum véla eru öll verð birt með fyrirvara um mögulegar hækkanir eftir 21.janúar. Við vonum að þú kæri lesandi, hafir bæði gagn og gaman af lestri þessa bæklings og viljum við minna á að sölufulltrúar Landstólpa eru ávallt boðnir og búnir að svara spurningum ef einhverjar vakna. Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar með ósk um farsæld á nýju ári. F.h Vélasviðs Landstólpa Loftur Óskar Grímsson Kæri lesandi TÆKIFÆRI Í TÆKJUM Í bæklingnum kynnum við sérstök áramótatilboð sem gilda til 21. Janúar 2022. Greitt er 10% staðfestingargjald við pöntun en við afhendingu greiðast eftirstöðvar kaupverðs.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==