Landstólpi, vélabæklingur 2021

*Verð gildir ef pantað er fyrir 21. janúar 2022. Öll verð eru birt án vsk. Vélar frá McHale eru í hávegum hafðar hjá þeim sem þekkja þær og nota á Íslandi og í yfir 50 öðrum ríkjum víðs vegar um heim. Þetta fjölskyldufyrirtæki var stofnað 1970, með aðalstöðvar í borginni Ballinrobe á Írlandi og framleiðir einkum vélar og tæki til heyskapar. Undanfarin ár hefur McHale fært út kvíarnar í starfseminni. Fyrirtækið framleiðir nú einnig sláttuvélar, rakstrarvélar og á næstunni bætast við heytætlur. Leiðarljósin eru alltaf ending, styrkur og gæði. Það skýrir vinsældir og virðingu sem vörumerkið McHale og landbúnaðartæki fyrirtækisins njóta. B9600 sláttuvélin kemur með nýju 3,4 metra sláttuborði og stillanlegum örmum sem þýðir að þú getur stillt sláttu- breiddina og einnig lækkað flutningsstöðu vélarinnar. Hámarkssláttubreidd er 9,6 metrar í samvinnu með F3100 framsláttuvélinni. Vélin er með mikla hreyfigetu í allar áttir og fylgir því sverðinum afar vel. Þegar vélin lendir á smærri hindrunum færist hún aftur og upp og minnka þar með líkur á skemmdum á sláttuborði. McHale eru með einkaleyfi á þessari hönnun sem hefur komið mjög vel út. Vélin er með drifknúnum stáltindaknosara. Hægt er að stýra hraðanum á knosaranummeð stöng á gírkassanum. Stillingarnar eru þessar; 1000sn/mín, 700sn/mín en einnig er hægt að hafa hann í hlutlausum ef ekki er talin þörf á knosun. Auk þess eru sex stillingar í boði eftir því hversu mikillar knosunar er krafist. B9600 TELESCOPIC FIÐRILDI Verð frá: 8.890.000 kr. Áramótaverð: 8.590.000 kr. NÝTT FRÁ MCHALE Við eigum til bæði fram og aftursláttuvélar frá McHale á lager. Báðar gerðir eru með 3 m sláttubreidd og stáltindaknosara. R3100 AFTURVÉL Áramótaverð: 2.490.000 kr. Verð: 2.690.000 kr. F3100 FRAMVÉL Áramótaverð: 2.590.000 kr. Verð: 2.890.000 kr.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==