Landstólpi, vélabæklingur 2021

Verð miða við gengi EUR 148 Miðað er við grunngerð vélar án aukabúnaðar nema annað sé tekið fram. AF HVERJU PLASTBINDIBÚNAÐUR? Rúlluvélar með plastbindibúnaði hafa verið að ryðja sér til rúms síðustu ár og fara vinsældirnar vaxandi með hverju árinu. Nú er svo komið að langstærsti hluti þeirra McHale rúllusamstæðna sem við hjá Landstólpa seljum eru FUSION 3 PLUS sem koma með slíkum búnaði. Plastbindibúnaður notar svokallað belgplast til að binda rúlluna í stað nets. Belgplastið er með sömu eiginleika og plastið sem notað er til að pakka rúllunni og fellur því í sama endurvinnsluflokk. Við það sparast vinna við að skilja að plast og net þegar tekið er af rúllunni. Viðloðunin í plastinu er mun meiri en netinu og þar af leiðandi fæst mun þéttari pökkun og rúllan heldur forminu mun betur. Margir kannast við að rúllan tútni út þegar hún er bundin með neti, en með plastbindingu er það vandamál nánast úr sögunni. Plastbinding stuðlar að betra geymsluþoli rúllunar þar sem súrefni á mun erfiðari leið að heyinu en ef net væri notað. Þar sem rúllan tútnar nánast ekkert út heldur pökkunin sér einnig betur og minni líkur eru á að það myndist leiðir fyrir súrefni og raka þar í gegn. Plastbindibúnaðurinn í FUSION 3 PLUS virkar þannig að pökkunin byrjar í miðju og vinnur sig svo út til endanna. Þar með ýtist loft út og skilar sér í þétt bundinni rúllu með miklu geymsluþoli. Margir hafa velt fyrir sér þeimmöguleika að aukinn kostnaður hljótist af notkun plasts í stað nets. Það er rétt að rúlla af belgplasti er dýrari en af neti. En á móti kemur að sparnaður af pökkunarplasti er tals- verður þar sem belgplastið er í raun pökkun líka og þar með þarf ekki að pakka eins mörgum lögum og ef net væri notað. Af því hlýst einnig að mun betri pökkun næst á belgnum en ef að um net væri að ræða. Til dæmis ef að valið er að binda með 4 lögum af plasti og pakka svo fjórfalt í kjölfarið, þá er komin áttföld pökkun á belginn. FUSION 3 Áramótaverð: 11.990.000 kr. Verð frá: 12.490.000 kr. FUSION 3 PLUS V5 RUSLAPRESSA Við bjóðum þeim sem staðfesta kaup á FU- SION 3 PLUS rúlluvél fyrir 21. janúar 10% afslátt af V5 rusla­ pressum frá LSM. Þar sem ekki þarf að flokka net frá plastinu getur þú einfaldað handtökin enn frekar og fjárfest í rusla­ pressu sem tekur við plastinu og pressar það í fyrirferðalitla bagga. Verð ef keypt er með Fusion 3 Plus: 529.000 kr. Verð: 590.000 kr. FUSION VARIO Áramótaverð: 14.490.000 kr. Verð frá: 15.090.000 kr. Verð frá: 13.890.000 kr. Áramótaverð: 13.290.000 kr.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==