Landstólpi, vélabæklingur 2021

Verð miða við gengi EUR 148 Miðað er við grunngerð vélar án aukabúnaðar nema annað sé tekið fram. Tobroco-Giant hafa frá árinu 1996 framleitt gæða liðléttinga og fylgihluti fyrir þá. Í dag bjóða þeir upp á eitt mesta úrval liðléttinga á markaðnum með 36 mismunandi týpur í 45 löndum. Giant liðléttingar eru framleiddir í 300 manna hátækniverksmiðju í Oisterwijk í Hollandi. Þökk sé nýjustu tækni, stöðugri þróun og úrvals íhlutum frá Kubota, Bosch Rexroth og Comer, geta Tobroco-Giant framleitt liðléttinga og fylgihluti sem standast allar gæðakröfur sem heimsmarkaðurinn fer fram á í dag. AFLMIKLIR | STÖÐUGIR | MIKIL LYFTIGETA Verð frá: 5.990.000 kr. Áramótaverð: 5.750.000 kr. G2700 leysir flest þau verk sem trakt­ orinn er notaður í á veturna. Lyftigetan á grunngerðinni er 1.875 kg án þynginga og fer vélin því létt með að lyfta rúllu. 50ha Kubota vélin sér svo til þess að allt gangi snuðrulaust fyrir sig. Grunnútfærsla G2700 - 50hö Kubota D1803 diesel - Lyftigeta 1.875 kg - Hámarks keyrsluhraði 25 km/h - Hámarks lyftihæð með skóflu 3,6 metrar Dæmi um aukabúnað - Fjölbreytt úrval dekkja - Margar útfærslur á vökvakerfi - Niðurfellanlegt þak eða hús - Þyngingar - Auka ljósabúnaður LED, Halogen og fleira G2700 - LEGGÐU TRAKTORNUM Í VETUR „Ég keypti þessa Giant HD2700+ vél af Landstólpa í lok árs 2020 til að auð- velda okkur vinnuna við hellulagnir og lóðavinnu. Það allra mikilvægasta við valið á vélinni var að lyftigetan væri næg til að lyfta hellubretti og finnur þessi vél ekki fyrir því. Ánægjan með græjuna er það mikil að við eigum von á nýrri með lokuðu húsi í byrjun árs 2022.“ Gunnlaugur Dan Hafsteinsson, eigandi Gullregn verktakar ehf.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==