Aldarspegill - Samtal við Guðmund Hannesson

117 Höfundar efnis Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Ásdís Hlökk (f. 1966) er með M.Phil gráðu í skipulagsfræði frá háskólanum í Reading, Englandi og stundaði doktorsnám við Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi. Ásdís Hlökk hóf starfsferil sinn í skipulagsmálum hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur í byrjun 10. áratugarins. Starfaði síðan í áratug á Skipulagi ríkisins/Skipulagsstofnun, lengst af sem aðstoðarskipulagsstjóri. Hún vann að ráðgjafarverkefnum hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta 2005-2009, þar á meðal Rammaskipulagi Urriðaholts í Garðabæ og Aðalskipulagi Fjarðabyggðar. Árið 2007 stóð hún að stofnun náms­ brautar um skipulag og samgöngur í Háskólanum í Reykjavík og stýrði henni til ársins 2013. Ásdís Hlökk hefur frá árinu 2013 gegnt embætti forstjóra Skipulagsstofnunar. Ásdís Hlökk hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og flutt fjölda fyrirlestra um skipulagsmál og er höfundur margra greina, skýrslna og leiðbeiningarita á sviði skipulagsmála. Pétur H. Ármannsson Pétur (f. 1961) lauk prófi í arkitektúr frá The University of Toronto, Ontario, Kanada 1986. Stundaði framhaldsnám í arkitektúr við Cornell University, Ithaca, New York og lauk meistaraprófi þaðan árið 1991. Arkitekt á teiknistofu Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálssonar 1990–1993. Deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur 1993–2005. Gestakennari við arkitektúr- og hönnunardeild Listaháskóla Íslands frá 2002. Arkitekt hjá Glámu-Kím arkitektum ehf. auk sjálfstæðra rannsóknar- og ráðgjafarverkefna 2005–2013. Fulltrúi Arkitektafélags Íslands í Húsafriðunarnefnd ríkisins 2000–2009. Í hópi ráðgjafa vegna Evrópuverðlauna í byggingarlist 1997–2005. Faglegur umsagnaraðili Norræna menningarsjóðsins á sviði arkitektúrs 2004–2005. Sviðstjóri umhverfis- og skipulagsmála hjá Minjastofnun Íslands frá 2013. Höfundur blaðagreina, fyrirlestra, sýninga, bóka og dagskrárefnis um íslenska byggingarlist á 20. öld. Salvör Jónsdóttir Salvör (f. 1959) lauk M.Sc. prófi í skipulagsfræðum frá University of Wisconsin, Madison. Hún hefur starfað að skipulagsmálum í þrjátíu ár, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún starfaði við rannsóknir á byggingarsögu Reykjavíkur hjá Minjasafni Reykjavíkur og við skipulagsgerð, leiðbeiningar og eftirlit hjá Skipulagi ríkisins. Þá starfaði hún við skipulag og kennslu hjá University of Wisconsin, auk þess sem hún vann við rannsóknir á umhverfissögu á sama stað. Salvör var sviðsstjóri skipulags-og byggingarmála hjá Reykjavíkurborg í fimm ár, en starfaði síðan við ráðgjöf í skipulagsmálum hjá Alta. Auk þessa hefur hún unnið að áætlanagerð á vegum ríkisins og sinnt rannsóknum og kennslu, einkum hjá Háskólanum í Reykjavík. Ritverk hennar fjalla um ýmis skipulagstengd málefni. Einnig hefur hún haldið fjölda fyrirlestra um skipulagstengd efni. Þá sinnir hún sjálfboðastörfum á sviðum menningarmála og umhverfisverndar bæði í Banda­ ríkjunum og á Íslandi. Dagur B. Eggertsson Dagur (f. 1972) lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1999 og meistaraprófi í mannréttindum og alþjóðalögum frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, árið 2005. Dagur er höfundur þriggja binda ævisögu Steingríms Hermannssonar. Hann hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur frá 2002, formaður skipulagsráðs 2004-2006, formaður borgarráðs 2010-2014 og borgarstjóri frá 2014. Hann hefur í embætti sínu og öðrum störfum að borgarmálum meðal annars lagt áherslu á lýðheilsu- og skipulagsmál og sambandið þeirra á milli. Páll Pétursson og Sigrún Magnúsdóttir Páll (f. 1937) er fæddur og alinn upp á Höllustöðum í Blöndudal, en bjó einnig um skeið í æsku ásamt fjölskyldu sinni á Guðlaugsstöðum, sem var æskuheimili Guðmundar Hannessonar, en Guðmundur var afabróðir Páls. Guðmundur gerði frumteikningu að íbúðarhúsi á Höllustöðum, sem Páll bjó í með foreldrum sínum. Páll varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1957 og reisti árið eftir nýbýli á hluta Höllustaða þar sem hann stundaði búskap frá sama tíma. Páll var alþingismaður 1974-2003 og félagsmálaráðherra árin 1995-2003. Sigrún (f. 1944) lauk B.A. prófi í þjóðfræði og borgarfræðum frá Háskóla Íslands 2006. Sigrún dvaldi í Þýskalandi 1962-1967, lengst af við bankastörf. Hún var kaupmaður í versluninni Rangá um aldarfjórðungsskeið. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur á árunum 1986-2002. Sigrún var formaður ýmissa dómnefnda um skólabyggingar á árunum 1994-2002 og forstöðumaður og kynningarstjóri Víkurinnar, Sjóminjasafnsins í Reykjavík 2005-2011. Hún sat á Alþingi 2013-2016 og var umhverfis- og auðlindaráðherra 2014-2016.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==