SSF I 01 tbl. I 23 árg. I 2019

10 NÝ STJÓRN SSF Efri, frá vinstri: Hörður Jens Guðmundsson, Helga Jónsdóttir, Oddur Sigurðsson, Guðný S. Magnúsdóttir og Jóhann Arnarson. Neðri, f. v.: Daníel Reynisson, Ari Skúlason, Friðbert Traustason og Bára Björk Ingibergsdóttir. N ý stjórn SSF var kjörin á þingi SSF. Ljóst var að breytingar yrðu á stjórn félagsins þar sem Anna Karen Hauksdóttir, fráfarandi 1. varaformaður, hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Var henni þakkað fyrir gott og öflugt starf í þágu SSF í 15 ár. Þingfulltrúar stóðu allir sem einn á fætur og klöppuðu henni til heiðurs. Þá hafði Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi, einnig tilkynnt að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnar- setu. Var honum þakkað fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna á undanförnum árum. N ýkjörna stjórn SSF skipa : • Friðbert Traustason, sem var sjálfkjörinn í embætti formanns SSF. • Ari Skúlason, sem var sjálfkjörinn í embætti varaformanns SSF. • Bára Björk Ingibergsdóttir. • Daníel Reynisson. • Guðný S. Magnúsdóttir. • Helga Jónsdóttir. • Hörður Jens Guðmundsson. • Jóhann Arnarson. • Oddur Sigurðsson. Streita veldur sálarlegri vanlíðan og líkamlegu álagi. Vinnutengd streita myndast þegar kröfur í starfsumhverfinu eru umfram getu og stjórn starfsmanns. Breytingar, sífellt álag, áreiti, samskipti og tímaleysi eru þættir sem eru ráðandi í okkar daglega lífi og koma ójafnvægi á líf okkar. Streitan er lúmsk og það er ekki fyrr en einkennin eru farin að láta verulega á sér kræla sem við veitum þeim athygli. Fyrstu einkenni streitu eru oft spenna, skapbreytingar og svefntruflanir. Alvarlegri einkenni eins og depurð, kvíði, vöðvabólgur og verkir geti komið fram ef ekki er brugðist við streitu. Langvinn streita getur farið á sjúklegt stig og þá bætast við áðurnefnd einkenni ýmis geðræn einkenni eins og truflun á einbeitingu, gleymska og margskonar óþægileg líkamleg einkenni eins og langvinnur höfuðverkur, þyngsli fyrir brjósti, verkir í kvið og fleira. Langvarandi streita getur einnig aukið líkur á öðrum veik- indum svo sem liðverkjum, astma og mígreni. Í trúnaðarmannahandbók SSF má finna ítarlegan kafla um streitu, streitueinkenni, áhættuþætti streitu og fyrirbyggjandi atriði gegn óþarfa streitu. Streita: hvað ber að varast?

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==